UEFA pressar á að forsetakosningum FIFA verði frestað Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. maí 2015 09:00 Sepp Blatter. Forsetakosningar FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, eru enn á dagskrá þrátt fyrir atburði gærdagsins og það stefnir því allt í að valdatíð Sepp Blatter lengist um fjögur ár. UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu, mun hinsvegar pressa á það að forsetakosningum verði frestað en fulltrúar evrópsku sambandanna munu hittast í dag og þar á meðal verður Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ. Sepp Blatter sækist eftir endurkjöri fimmta kjörtímabilið í röð en hann hefur verið forseti FIFA frá því í júní 1998. Það er svart ský yfir FIFA því nú eru menn komnir með áþreifanlegar sannanir fyrir gríðarlegri spillingu meðal æðstu manna fótboltaheimsins. Blatter var búinn að gefa það út að þetta yrði hans síðasta kjörtímabil en hætti síðan við það og sóttist eftir fimmta kjörtímabilinu. Það var ekki vinsælt meðal Evrópuþjóðanna og fréttir gærdagsins hafa síðan hrist enn frekar upp í mönnum. Háttsettir stjórnarmenn FIFA voru þá handtektir á hóteli í Zürich í Sviss þar sem ársþing FIFA fer fram á föstudaginn. Mennirnir eru sakaðir um spillingu; peningaþvætti og mútustarfsemi. „Þessir atburðir sýna einu sinni sem oftar að spilling hefur djúpar rætur innan FIFA," sagði meðal annars í yfirlýsingu frá UEFA. Jórdanski prinsinn Ali bin al-Hussein er sá eini sem býður sig fram á móti Sepp Blatter og fyrir atburðina í gær bjóst enginn við öðru en að Blatter fagnaði öruggum sigri. Hvort að Knattspyrnusambandi Evrópu takist að fá forsetakosningunum frestað er ólíklegt en Ársþing FIFA á að hefjast á morgun. Sepp Blatter bregður ekki útaf vananum og hefur þegar fordæmt þessa "spilltu" FIFA-menn og reynt enn á ný að hreinsa sig af öllum ásökunum um spillingu í sínu starfi sem forseti FIFA. FIFA Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Geir um handtökurnar: Mikið áfall fyrir knattspyrnuhreyfinguna „Á þessari stundu veit ég ekkert meira en það sem hefur komið fram í fjölmiðlum,“ sagði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, í samtali við Guðjón Guðmundsson, aðspurður um handtökur á sjö hátt settum stjórnarmönnum FIFA í nótt. Mennirnir sem um ræðir voru ákærðir í Bandaríkjunum en þeir eru sakaðir um spillingu; peningaþvætti og mútustarfsemi. 27. maí 2015 14:24 Fyrrverandi og núverandi varaforsetar FIFA meðal hinna handteknu Bandaríska dómsmálaráðuneytið gefið út nöfn þeirra stjórnarmanna FIFA sem voru handteknir á hóteli sínu í Zürich í Sviss þar sem ársþing sambandsins fer fram á föstudaginn. 27. maí 2015 11:15 Forsetakjör FIFA fer fram Walter De Gregorio, fjölmiðlafulltrúi FIFA, segir líklegt að kosningarnar til forseta sambandsins fari fram á föstudaginn þrátt fyrir aðgerðir svissnesku lögreglunnar í nótt, þar sem sex háttsettir stjórnarmenn FIFA voru handteknir í Zürich. 27. maí 2015 10:14 Lineker: Verður óglatt að horfa upp á þessa skömm við fótboltann sem FIFA er Sjónvarpsmaðurinn og framherjinn fyrrverandi Gary Lineker býst við að kosningin fari fram og Blatter verði áfram forseti. 27. maí 2015 22:45 Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Fleiri fréttir „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Sjá meira
Forsetakosningar FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, eru enn á dagskrá þrátt fyrir atburði gærdagsins og það stefnir því allt í að valdatíð Sepp Blatter lengist um fjögur ár. UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu, mun hinsvegar pressa á það að forsetakosningum verði frestað en fulltrúar evrópsku sambandanna munu hittast í dag og þar á meðal verður Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ. Sepp Blatter sækist eftir endurkjöri fimmta kjörtímabilið í röð en hann hefur verið forseti FIFA frá því í júní 1998. Það er svart ský yfir FIFA því nú eru menn komnir með áþreifanlegar sannanir fyrir gríðarlegri spillingu meðal æðstu manna fótboltaheimsins. Blatter var búinn að gefa það út að þetta yrði hans síðasta kjörtímabil en hætti síðan við það og sóttist eftir fimmta kjörtímabilinu. Það var ekki vinsælt meðal Evrópuþjóðanna og fréttir gærdagsins hafa síðan hrist enn frekar upp í mönnum. Háttsettir stjórnarmenn FIFA voru þá handtektir á hóteli í Zürich í Sviss þar sem ársþing FIFA fer fram á föstudaginn. Mennirnir eru sakaðir um spillingu; peningaþvætti og mútustarfsemi. „Þessir atburðir sýna einu sinni sem oftar að spilling hefur djúpar rætur innan FIFA," sagði meðal annars í yfirlýsingu frá UEFA. Jórdanski prinsinn Ali bin al-Hussein er sá eini sem býður sig fram á móti Sepp Blatter og fyrir atburðina í gær bjóst enginn við öðru en að Blatter fagnaði öruggum sigri. Hvort að Knattspyrnusambandi Evrópu takist að fá forsetakosningunum frestað er ólíklegt en Ársþing FIFA á að hefjast á morgun. Sepp Blatter bregður ekki útaf vananum og hefur þegar fordæmt þessa "spilltu" FIFA-menn og reynt enn á ný að hreinsa sig af öllum ásökunum um spillingu í sínu starfi sem forseti FIFA.
FIFA Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Geir um handtökurnar: Mikið áfall fyrir knattspyrnuhreyfinguna „Á þessari stundu veit ég ekkert meira en það sem hefur komið fram í fjölmiðlum,“ sagði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, í samtali við Guðjón Guðmundsson, aðspurður um handtökur á sjö hátt settum stjórnarmönnum FIFA í nótt. Mennirnir sem um ræðir voru ákærðir í Bandaríkjunum en þeir eru sakaðir um spillingu; peningaþvætti og mútustarfsemi. 27. maí 2015 14:24 Fyrrverandi og núverandi varaforsetar FIFA meðal hinna handteknu Bandaríska dómsmálaráðuneytið gefið út nöfn þeirra stjórnarmanna FIFA sem voru handteknir á hóteli sínu í Zürich í Sviss þar sem ársþing sambandsins fer fram á föstudaginn. 27. maí 2015 11:15 Forsetakjör FIFA fer fram Walter De Gregorio, fjölmiðlafulltrúi FIFA, segir líklegt að kosningarnar til forseta sambandsins fari fram á föstudaginn þrátt fyrir aðgerðir svissnesku lögreglunnar í nótt, þar sem sex háttsettir stjórnarmenn FIFA voru handteknir í Zürich. 27. maí 2015 10:14 Lineker: Verður óglatt að horfa upp á þessa skömm við fótboltann sem FIFA er Sjónvarpsmaðurinn og framherjinn fyrrverandi Gary Lineker býst við að kosningin fari fram og Blatter verði áfram forseti. 27. maí 2015 22:45 Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Fleiri fréttir „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Sjá meira
Geir um handtökurnar: Mikið áfall fyrir knattspyrnuhreyfinguna „Á þessari stundu veit ég ekkert meira en það sem hefur komið fram í fjölmiðlum,“ sagði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, í samtali við Guðjón Guðmundsson, aðspurður um handtökur á sjö hátt settum stjórnarmönnum FIFA í nótt. Mennirnir sem um ræðir voru ákærðir í Bandaríkjunum en þeir eru sakaðir um spillingu; peningaþvætti og mútustarfsemi. 27. maí 2015 14:24
Fyrrverandi og núverandi varaforsetar FIFA meðal hinna handteknu Bandaríska dómsmálaráðuneytið gefið út nöfn þeirra stjórnarmanna FIFA sem voru handteknir á hóteli sínu í Zürich í Sviss þar sem ársþing sambandsins fer fram á föstudaginn. 27. maí 2015 11:15
Forsetakjör FIFA fer fram Walter De Gregorio, fjölmiðlafulltrúi FIFA, segir líklegt að kosningarnar til forseta sambandsins fari fram á föstudaginn þrátt fyrir aðgerðir svissnesku lögreglunnar í nótt, þar sem sex háttsettir stjórnarmenn FIFA voru handteknir í Zürich. 27. maí 2015 10:14
Lineker: Verður óglatt að horfa upp á þessa skömm við fótboltann sem FIFA er Sjónvarpsmaðurinn og framherjinn fyrrverandi Gary Lineker býst við að kosningin fari fram og Blatter verði áfram forseti. 27. maí 2015 22:45