Bíó og sjónvarp

J.J. Abrams íhugaði að drepa Jar Jar Binks

Birgir Olgeirsson skrifar
J.J. Abrams
J.J. Abrams Vísir/Getty
Margir voru á því að ýmislegt hrjáði þær Stjörnustríðsmyndir sem George Lucas sendi frá sér á síðasta áratug. Myndirnar sögðu frá því hvernig hinn litli ljúfi Anakin Skywalker verður að Svarthöfða en hann var ekki eina persónan í þeim myndum. Þeirra á meðal var annars ein allra hataðasta persóna Stjörnustríðsbálksins, Gunganinn Jar Jar Binks frá plánetunni Naboo.

Binks er svo hataður að meira segja J.J. Abrams, sem leikstýrir sjöundu myndinni í Stjörnustríðsbálknum, Star Wars: The Force Awakens, íhugaði að drepa Binks.

Blaðamaður Vanity Fair hitti nýlega Abrams þar sem þeir ræddu þessa væntanlegu mynd og sat leikstjórinn í klippiherberginu þegar hann benti á einn skjáinn og sagði: „Ég hef meira segja íhugað að koma beinum Jar Jar Binks fyrir þarna í eyðimörkinni. Mér er alvara,“ sagði Abrams.

Ekki eru þó taldar miklar líkur á að Binks fái slæma meðferð í The Force Awakens. Abrams sagði við Vanity Fair að það sé ekki hægt að troða hverju sem er á kvikmyndaskjáinn, það verði að passa við söguna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×