Byggð sem fær göng gæti misst þjónustu Kristján Már Unnarsson skrifar 20. nóvember 2014 21:45 Þótt nýjum jarðgöngum sé jafnan fagnað innilega hafa þau einnig leitt til þess að byggðir missa margs kyns starfsemi þegar þjónustusvæði stækka. Þessa eru menn minnugir á Austfjörðum nú þegar hyllir undir ný Norðfjarðargöng. Búið er að grafa yfir fjóra kílómetra eða rúmlega helminginn af göngunum milli Eskifjarðar og Norðfjarðar en áformað er að þau verði opnuð árið 2017. Norðfirðingar gera sér grein fyrir að göngin valda byltingu sem þeir eru þegar farnir að búa sig undir.Áformað er að Norðfjarðargöng verði opnuð umferð árið 2017.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Við heyrðum Fáskrúðsfirðinga nýlega í þættinum „Um land allt" lýsa jarðgöngunum sem þeir fengu sem stórkostlegum. Og það er jafnan viðkvæðið í þeim byggðum sem fá slíka samgöngubót. En það er líka annað sem gerist þegar leiðir styttast, eins og þeir fundu fyrir á Fáskrúðsfirði. Fyrirtæki og stofnanir sáu færi á að hagræða í verslun og margskyns þjónustu. Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, segir að á Fáskrúðsfirði hafi menn misst ákveðna þjónustu, eins og póstþjónustu, banka og apótek. Þar hafa menn reynt að mæta þessum samdrætti með því að draga fram eigin sérstöðu. Uppbygging franska spítalans og hótelsins séu liður í þessu, að mati Páls Björgvins. Vegna ganganna hafi aðrir greiðari aðgang til Fáskrúðsfjarðar.Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, með Norðfjarðarhöfn í baksýn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Við stöndum frammi fyrir því að það sé bara meira krefjandi verkefni að búa til þjónustu hér sem aðrir koma þá til með að sækja,“ segir bæjarstjórinn. Norðfirðingar hafa nú rúm tvö ár til að búa sig undir að missa hugsanlega einhverja starfsemi eða kannski bæta einhverri annarri við. Í Neskaupstað verði að hugsa um hvaða þjónustu sé hægt að bjóða þar til framtíðar, segir Páll Björgvin. „Þannig að þetta virkar í báðar áttir þegar göngin verða opnuð.“ Fjarðabyggð Samgöngur Um land allt Tengdar fréttir Norðfjarðarhöfn þyrfti að stækka enn meira Áttahundruð milljóna króna framkvæmdir við stækkun Norðfjarðarhafnar standa nú yfir. Svo mikil er skipaumferðin um höfnina að farið er að huga að enn meiri stækkun. 14. nóvember 2014 20:30 Fá urmul skrautsteina úr Norðfjarðargöngum Borun Norðfjarðarganga er nú hálfnuð. Inni í fjallinu hafa bormennirnir fundið óvæntan glaðning. 5. nóvember 2014 18:45 Austasti bær landsins lengist enn til austurs Einn lengsti bær á Íslandi, Neskaupstaður, er að lengjast enn frekar því nú er raðhúsalengja að bætast við. 6. nóvember 2014 19:00 Tonnin flæða inn og út í mestu fiskihöfn landsins Norðfjarðarhöfn er orðin umsvifamesta fiskihöfn Íslands. 29. október 2014 20:00 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Sjá meira
Þótt nýjum jarðgöngum sé jafnan fagnað innilega hafa þau einnig leitt til þess að byggðir missa margs kyns starfsemi þegar þjónustusvæði stækka. Þessa eru menn minnugir á Austfjörðum nú þegar hyllir undir ný Norðfjarðargöng. Búið er að grafa yfir fjóra kílómetra eða rúmlega helminginn af göngunum milli Eskifjarðar og Norðfjarðar en áformað er að þau verði opnuð árið 2017. Norðfirðingar gera sér grein fyrir að göngin valda byltingu sem þeir eru þegar farnir að búa sig undir.Áformað er að Norðfjarðargöng verði opnuð umferð árið 2017.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Við heyrðum Fáskrúðsfirðinga nýlega í þættinum „Um land allt" lýsa jarðgöngunum sem þeir fengu sem stórkostlegum. Og það er jafnan viðkvæðið í þeim byggðum sem fá slíka samgöngubót. En það er líka annað sem gerist þegar leiðir styttast, eins og þeir fundu fyrir á Fáskrúðsfirði. Fyrirtæki og stofnanir sáu færi á að hagræða í verslun og margskyns þjónustu. Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, segir að á Fáskrúðsfirði hafi menn misst ákveðna þjónustu, eins og póstþjónustu, banka og apótek. Þar hafa menn reynt að mæta þessum samdrætti með því að draga fram eigin sérstöðu. Uppbygging franska spítalans og hótelsins séu liður í þessu, að mati Páls Björgvins. Vegna ganganna hafi aðrir greiðari aðgang til Fáskrúðsfjarðar.Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, með Norðfjarðarhöfn í baksýn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Við stöndum frammi fyrir því að það sé bara meira krefjandi verkefni að búa til þjónustu hér sem aðrir koma þá til með að sækja,“ segir bæjarstjórinn. Norðfirðingar hafa nú rúm tvö ár til að búa sig undir að missa hugsanlega einhverja starfsemi eða kannski bæta einhverri annarri við. Í Neskaupstað verði að hugsa um hvaða þjónustu sé hægt að bjóða þar til framtíðar, segir Páll Björgvin. „Þannig að þetta virkar í báðar áttir þegar göngin verða opnuð.“
Fjarðabyggð Samgöngur Um land allt Tengdar fréttir Norðfjarðarhöfn þyrfti að stækka enn meira Áttahundruð milljóna króna framkvæmdir við stækkun Norðfjarðarhafnar standa nú yfir. Svo mikil er skipaumferðin um höfnina að farið er að huga að enn meiri stækkun. 14. nóvember 2014 20:30 Fá urmul skrautsteina úr Norðfjarðargöngum Borun Norðfjarðarganga er nú hálfnuð. Inni í fjallinu hafa bormennirnir fundið óvæntan glaðning. 5. nóvember 2014 18:45 Austasti bær landsins lengist enn til austurs Einn lengsti bær á Íslandi, Neskaupstaður, er að lengjast enn frekar því nú er raðhúsalengja að bætast við. 6. nóvember 2014 19:00 Tonnin flæða inn og út í mestu fiskihöfn landsins Norðfjarðarhöfn er orðin umsvifamesta fiskihöfn Íslands. 29. október 2014 20:00 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Sjá meira
Norðfjarðarhöfn þyrfti að stækka enn meira Áttahundruð milljóna króna framkvæmdir við stækkun Norðfjarðarhafnar standa nú yfir. Svo mikil er skipaumferðin um höfnina að farið er að huga að enn meiri stækkun. 14. nóvember 2014 20:30
Fá urmul skrautsteina úr Norðfjarðargöngum Borun Norðfjarðarganga er nú hálfnuð. Inni í fjallinu hafa bormennirnir fundið óvæntan glaðning. 5. nóvember 2014 18:45
Austasti bær landsins lengist enn til austurs Einn lengsti bær á Íslandi, Neskaupstaður, er að lengjast enn frekar því nú er raðhúsalengja að bætast við. 6. nóvember 2014 19:00
Tonnin flæða inn og út í mestu fiskihöfn landsins Norðfjarðarhöfn er orðin umsvifamesta fiskihöfn Íslands. 29. október 2014 20:00