Fótbolti

Erfiðir dagar fyrir verðlaunalið HM

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Síðustu dagar hafa verið erfið fyrir verðlaunalið HM í Brasilíu í sumar en síðustu daga töpuðu þau öll leikjum sínum.

Heimsmeistarar Þýskalands töpuðu óvænt fyrir Pólverjum, 2-0, í undankeppni EM 2016 en það var fyrsta tap Þjóðverja í nítján leikjum og það fyrsta í undankeppni stórmóts síðan 2007.

Fyrr um daginn mættust stórveldin Brasilía og Argentína í sýningarleik í Kína þar sem Diego Tardelli skoraði bæði mörkin í sigri Brasilíumanna á silfurliði Argentínu.

Og svo var það bronslið Hollands sem tapaði fyrir Íslandi á Laugardalsvellinum í gær, einnig 2-0, sem frægt er. Þar var það Gylfi Þór Sigurðsson sem lék bronsmennina grátt en hann skoraði bæði mörk Íslands í leiknum.


Tengdar fréttir

Ísland vann stórbrotinn sigur á Hollandi

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörkin í stórglæsilegum 2-0 sigri á stjörnum prýddu liði Hollands. Ísland er með fullt hús stiga að loknum þremur umferðum.

Bronsliði HM pakkað saman í kuldanum

Ísland vann eitt sitt stærsta afrek frá upphafi er liðið vann stórbrotinn 2-0 sigur á ógnarsterku liði Hollands á Laugardalsvelli í gær.

Brasilía vann grannaslaginn

Brasilía vann Argentínu í æfingarleik sem fram fór í Kína í dag, en Diego Tardelli var á skotskónum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×