Bárðarbunga gæti valdið hamförum við Dettifoss Kristján Már Unnarsson skrifar 16. ágúst 2014 19:30 Almannavarnir lýstu í dag yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu sem staðið hefur yfir í Bárðarbungu frá því í nótt. Kvika er talin vera á hreyfingu í eldstöðinni og eru vísindamenn nú að reyna að meta líkur á því hvort eldgos sé í uppsiglingu. Jarðskjálfavefur Veðurstofunnar sýndi ógrynni smáskjálfta í dag, og tvo skjálfta yfir þrjú stig, í og við Bárðarbungu í norðvestanverðum Vatnajökli, en hún er ein af virkustu eldstöðvum Íslands. Um miðjan dag lýsti Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórana á Hvolsvelli og Húsavík yfir óvissustigi. Síðdegis kom vísindaráð almannavarna saman til að meta stöðuna. Bryndís Brandsdóttir jarðeðlisfræðingur.Stöð 2/Baldur Hrafnkell.Bryndís Brandsdóttir, jarðeðlisfræðingur við Raunvísindastofnun Háskóla Íslands, sagði í viðtali í fréttum Stöðvar 2 að óvissustig þýddi að Bárðarbunga væri nú í gjörgæslu. Vísindamenn myndu í kvöld og í nótt halda áfram að reyna að meta hvað skjálftamælarnir væru að segja. Hugsanlega mætti sjá með nákvæmari athugunum hvort kvikan væri að rísa upp undir yfirborð. Ekkert benti þó til þess að hún hefði náð til yfirborðs. Síðasta gos sem tengt er Bárðarbungu var Gjálpargosið árið 1996 en því fylgdi mikið jökulhlaup sem fór um Grímsvötn og niður á Skeiðarársand og rauf tvær brýr, yfir Skeiðará og Gígjukvísl. Bryndís segir að skjálftahrinan í aðdraganda þess goss hefði verið mun öflugri en þessi sem nú stendur yfir.Frá Gjálpargosinu 1996.Ein helsta ógnin frá eldgosi í Bárðarbungu eru jökulhlaup, sem gætu farið í nokkra farvegi, meðal annars á fjölförnum ferðamannastöðum. Það ræðst af því hvar kvikan kæmi upp, að sögn Bryndísar. Ef hún kæmi upp á sama stað og gosið í Gjálp færi vatnið sennilega sömu leið og þá. Gos í sjálfri Bárðarbungu væru þekkt á sögulegum tíma og þeim hefði fylgt hlaup í Jökulsá á Fjöllum. Þar er Dettifoss. Bárðarbunga Tengdar fréttir Lýsa yfir óvissustigi vegna Bárðarbungu Miklar hræringar eru nú í fjallinu 16. ágúst 2014 15:14 „Eitt öflugasta og hættulegasta eldfjall Íslands“ Aukinn viðbúnaður er á Veðurstofunni vegna mikillar skjálftavirkni í Bárðarbungu í dag. Athuganir gefa til kynna að um kvikuhreyfingar séu að ræða. 16. ágúst 2014 16:28 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Almannavarnir lýstu í dag yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu sem staðið hefur yfir í Bárðarbungu frá því í nótt. Kvika er talin vera á hreyfingu í eldstöðinni og eru vísindamenn nú að reyna að meta líkur á því hvort eldgos sé í uppsiglingu. Jarðskjálfavefur Veðurstofunnar sýndi ógrynni smáskjálfta í dag, og tvo skjálfta yfir þrjú stig, í og við Bárðarbungu í norðvestanverðum Vatnajökli, en hún er ein af virkustu eldstöðvum Íslands. Um miðjan dag lýsti Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórana á Hvolsvelli og Húsavík yfir óvissustigi. Síðdegis kom vísindaráð almannavarna saman til að meta stöðuna. Bryndís Brandsdóttir jarðeðlisfræðingur.Stöð 2/Baldur Hrafnkell.Bryndís Brandsdóttir, jarðeðlisfræðingur við Raunvísindastofnun Háskóla Íslands, sagði í viðtali í fréttum Stöðvar 2 að óvissustig þýddi að Bárðarbunga væri nú í gjörgæslu. Vísindamenn myndu í kvöld og í nótt halda áfram að reyna að meta hvað skjálftamælarnir væru að segja. Hugsanlega mætti sjá með nákvæmari athugunum hvort kvikan væri að rísa upp undir yfirborð. Ekkert benti þó til þess að hún hefði náð til yfirborðs. Síðasta gos sem tengt er Bárðarbungu var Gjálpargosið árið 1996 en því fylgdi mikið jökulhlaup sem fór um Grímsvötn og niður á Skeiðarársand og rauf tvær brýr, yfir Skeiðará og Gígjukvísl. Bryndís segir að skjálftahrinan í aðdraganda þess goss hefði verið mun öflugri en þessi sem nú stendur yfir.Frá Gjálpargosinu 1996.Ein helsta ógnin frá eldgosi í Bárðarbungu eru jökulhlaup, sem gætu farið í nokkra farvegi, meðal annars á fjölförnum ferðamannastöðum. Það ræðst af því hvar kvikan kæmi upp, að sögn Bryndísar. Ef hún kæmi upp á sama stað og gosið í Gjálp færi vatnið sennilega sömu leið og þá. Gos í sjálfri Bárðarbungu væru þekkt á sögulegum tíma og þeim hefði fylgt hlaup í Jökulsá á Fjöllum. Þar er Dettifoss.
Bárðarbunga Tengdar fréttir Lýsa yfir óvissustigi vegna Bárðarbungu Miklar hræringar eru nú í fjallinu 16. ágúst 2014 15:14 „Eitt öflugasta og hættulegasta eldfjall Íslands“ Aukinn viðbúnaður er á Veðurstofunni vegna mikillar skjálftavirkni í Bárðarbungu í dag. Athuganir gefa til kynna að um kvikuhreyfingar séu að ræða. 16. ágúst 2014 16:28 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
„Eitt öflugasta og hættulegasta eldfjall Íslands“ Aukinn viðbúnaður er á Veðurstofunni vegna mikillar skjálftavirkni í Bárðarbungu í dag. Athuganir gefa til kynna að um kvikuhreyfingar séu að ræða. 16. ágúst 2014 16:28