Íslenski boltinn

Jón Guðni skoraði og fékk rautt á móti Val | Myndbönd

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Jón Guðni Fjóluson fagnar markinu sem hann skoraði í fyrri hálfleik.
Jón Guðni Fjóluson fagnar markinu sem hann skoraði í fyrri hálfleik. Vísir/Stefán
Fjórðu umferð Pepsi-deildar karla lýkur í kvöld með tveimur leikjum. Víkingur tekur á móti Fylki á gervigrasvellinum í Laugardal en á Vodafonevellinum eigast við erkifjendurnir Valur og Fram.

Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en útsendingin hefst klukkan 19.15. Pepsi-mörkin eru svo á dagskrá beint eftir leik en þau hefjast klukkan 22.00.

Valur og Fram hafa marga hildi háð í gegnum tíðina en 2-2 jafntefli Reykjavíkurrisanna á Laugardalsvellinum sumarið 2010 bauð upp á mikla skemmtun; fjögur mörk og rautt spjald.

Valur tók forystuna í leiknum með fallegu skallamarki Guðmundar Steins Hafsteinssonar en hann leikur með Fram í dag eftir tveggja ára dvöl í Ólafsvík. Daninn DanniKönig bætti við forystuna á 31. mínútu með öðru skallamarki og Valsmenn í góðum málum, 2-0 yfir eftir hálftíma.

Undir lok fyrri hálfleiks jafnaði JónGuðniFjóluson, sem í dag leikur sem atvinnumaður hjá Sundsvall í Svíþjóð, leikinn með skallamarki en hann hafði betur í baráttunni við Kjartan Sturluson. Kjartan lagði skóna á hilluna eftir sumarið.

Jón Guðni átti eftir að koma frekar við sögu sem og bakvörðurinn SamTillen. Englendingurinn, sem nú leikur með FH en verður ekkert með í sumar vegna fótbrots, braut allhressilega á kollega sínum í Valsliðinu, Stefáni Jóhanni Eggertssyni, en slapp með gult spjald.

Reynir Leósson, miðvörður Vals sem hafði tveimur árum áður spilað með Fram, fór mikinn eftir tæklinguna og heimtaði að KristinnJakobsson myndi sýna Tillen rautt. Reynir er, eins og allir vita, sérfræðingur Pepsi-markanna í dag.

Fimmtán mínútum eftir að Tillen fékk gula spjaldið skoraði hann beint úr aukaspyrnu sem átti að vera fyrirgjöf. Jón Guðni Fjóluson gerði sig líklegan til að skalla boltann í netið en Kristinn Jakobsson mat atvikið þannig að enginn hafi komið við knöttinn. Staðan jöfn, 2-2, og þrettán mínútur eftir.

Framarar léku manni færri þessar þrettán mínútur þar sem Jón Guðni fékk rautt spjald á leiðinni til baka. Það sem enginn sá, nema Kristinn Jakobsson, var að miðvörðurinn öflugi sparkaði í fót Danni Könings sem lá eftir í teignum. Um þetta var mikið rætt í Pepsi-mörkunum á sínum tíma.

Þessi leikur var í tíundu umferð mótsins en Fram hafnaði að lokum í fimmta sæti Pepsi-deildarinnar en Valur í því sjöunda. Það kostaði GunnlaugJónsson starfið á Hlíðarenda en hann þjálfar nú uppeldisfélag sitt ÍA. ÞorvaldurÖrlygsson, sem þá stýrði Fram, er nú þjálfari HK og nýr sérfræðingur Pepsi-markanna.

Hér að neðan má sjá mörkin í leiknum með lýsingu SnorraSturlusonar og MánaPéturssonar og einnig tæklinguna hans Tillens og rauða spjaldið sem Jóni Guðni fékk.

Mörkin úr leiknum: Tillen tæklar Stefán Jóhann: Jóni Guðni fær rautt:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×