Íslenski boltinn

Sjáðu Norðurálsmótið: HK-ingar hörkuðu af sér þegar hinir voru að tudda

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Andri Már ræddi við kórbræður sína í HK sem hörkuðu bara af sér þegar andstæðingurinn var að tudda.
Andri Már ræddi við kórbræður sína í HK sem hörkuðu bara af sér þegar andstæðingurinn var að tudda. stöð 2 sport

Nú má sjá nýjasta þáttinn af Sumarmótunum hér á Vísi en að þessu sinni var fjallað um Norðurálsmótið sem fór fram á Akranesi. 

Norðurálsmótið er knattspyrnumót fyrir stráka og stelpur í 7. flokki og einnig stelpur og stráka í 8.flokki, sem koma til að skemmta sér í leik og keppni.

Mótið er fyrsta stórmót sem margir taka þátt í og fjöldi á fagrar minningar þaðan. 

Mótið fer fram á Jaðarsbökkum, en þar er gríðarstórt útisvæði hannað fyrir iðkun knattspyrnu. Einnig er Akraneshöllin mikið notuð á mótinu. Fyrirmyndaraðstaða fyrir ungt knattspyrnufólk. 

Andri Már Eggertsson rölti um svæðið og tók keppendur tali. Eins og alltaf var gleðin við völd meðal þeirra tvö þúsund keppenda sem sóttu mótið. 

Klippa: Sumarmótin: Norðurálsmótið 2024

Nýjasta þátt Sumarmótanna má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Í næsta þætti verður fjallað um N1 mótið sem fer fram dagana 5.-7. júlí. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×