„Hann mun sjá það sjálfur þegar hann horfir á þetta aftur“ Hinrik Wöhler skrifar 28. júní 2024 20:42 Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, var ekki sáttur eftir leikinn. Vísir/Diego Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, var allt annað en sáttur við dómara leiksins eftir 2-1 tap á móti KA. Í uppbótartíma virtist boltinn fara í höndina á Hans Viktori Guðmundssyni, leikmanni KA, inn í vítateig en Vilhjálmur Alvar Þórarinsson, dómari leiksins, var ekki á sama máli. „Ég get ekki séð annað og hann mun sjá það sjálfur þegar hann horfir á þetta aftur. Mér var sýnt þetta þegar ég kom upp og ég get ekki séð annað nema að boltinn sé á leiðinni fram hjá honum og fari í hendina á honum,“ sagði Ómar Ingi skömmu eftir leik. Fyrri hálfleikur var einstefna af hálfu KA en það var þó markalaust í hálfleik. Staðan var 2-0 þegar hefðbundin leiktími var liðinn en Arnþór Ari Atlason náði að klóra í bakkann í uppbótartíma. „Þeir voru klárlega sterkari aðilinn og sérstaklega í fyrri hálfleik. Það var mjög áhugavert að sjá hvernig aðstoðardómarinn gat dæmt boltann inni hægra megin með Arnar [Frey Ólafsson] á milli hans og boltans. Ef það lítur eins við þá finnst mér þetta ekki sanngjarnt en þeir voru klárlega sterkari aðilinn út á velli,“ sagði Ómar Ingi. Það getur vel verið að hann sé inni Ómar setti einnig spurningarmerki við fyrsta mark KA en Arnar Freyr Ólafsson, markvörður HK, náði til knattarins aðeins of seint og virtist boltinn rúlla yfir marklínuna. Ómar var þó ekki alveg viss að markið ætti að standa. „Ég er ekki viss um það. Mér finnst bara ótrúlegt að þú getir dæmt þetta þarna megin þegar boltinn er hinum megin við Arnar. Ég skil ekki hvernig, ég held að Villi [Vilhjálmur Alvar] hafi verið í betri stöðu en aðstoðardómarinn. Það getur vel verið að hann sé inni en hann var ekki langt inni og ótrúlegt að hann getur séð hann í gegnum Arnar“. Lærisveinar Ómars voru frekar andlausir í fyrri hálfleik og áttu gestirnir frá Akureyri auðvelt með að opna vörn HK. „Við byrjuðum leikinn illa, við náðum ekki að bregðast við hvorki inn á vellinum eða fyrir utan völlinn. Við vorum í miklu basli í fyrri hálfleik en förum inn í 0-0 og reynum að breyta til og gera hlutina öðruvísi,“ sagði Ómar Ingi. Ég bara skil þetta ekki „Seinni hálfleikurinn var töluvert jafnari en sá fyrri og að einhverju leyti gekk það upp. Ekki misskilja mig, að KA hafi ekki verið betri út á velli en þetta víti hlýtur átt að vera víti. Ég get ekki misskilið þetta svona í sjónvarpinu og á vellinum. Ég veit ekki hvað þarf til þess að Vilhjálmur Alvar dæmi rétt hérna í vítateignum okkar. Það er hægt að flétta upp vítum frá því í fyrra á móti Fram og fleiri hlutum. Ég bara skil þetta ekki, hann sér boltann fara í brjóstkassann á honum, þá er myndbandsupptakan bara fiffuð,“ bætti sársvekktur Ómar við að lokum. Besta deild karla HK Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Sjá meira
Í uppbótartíma virtist boltinn fara í höndina á Hans Viktori Guðmundssyni, leikmanni KA, inn í vítateig en Vilhjálmur Alvar Þórarinsson, dómari leiksins, var ekki á sama máli. „Ég get ekki séð annað og hann mun sjá það sjálfur þegar hann horfir á þetta aftur. Mér var sýnt þetta þegar ég kom upp og ég get ekki séð annað nema að boltinn sé á leiðinni fram hjá honum og fari í hendina á honum,“ sagði Ómar Ingi skömmu eftir leik. Fyrri hálfleikur var einstefna af hálfu KA en það var þó markalaust í hálfleik. Staðan var 2-0 þegar hefðbundin leiktími var liðinn en Arnþór Ari Atlason náði að klóra í bakkann í uppbótartíma. „Þeir voru klárlega sterkari aðilinn og sérstaklega í fyrri hálfleik. Það var mjög áhugavert að sjá hvernig aðstoðardómarinn gat dæmt boltann inni hægra megin með Arnar [Frey Ólafsson] á milli hans og boltans. Ef það lítur eins við þá finnst mér þetta ekki sanngjarnt en þeir voru klárlega sterkari aðilinn út á velli,“ sagði Ómar Ingi. Það getur vel verið að hann sé inni Ómar setti einnig spurningarmerki við fyrsta mark KA en Arnar Freyr Ólafsson, markvörður HK, náði til knattarins aðeins of seint og virtist boltinn rúlla yfir marklínuna. Ómar var þó ekki alveg viss að markið ætti að standa. „Ég er ekki viss um það. Mér finnst bara ótrúlegt að þú getir dæmt þetta þarna megin þegar boltinn er hinum megin við Arnar. Ég skil ekki hvernig, ég held að Villi [Vilhjálmur Alvar] hafi verið í betri stöðu en aðstoðardómarinn. Það getur vel verið að hann sé inni en hann var ekki langt inni og ótrúlegt að hann getur séð hann í gegnum Arnar“. Lærisveinar Ómars voru frekar andlausir í fyrri hálfleik og áttu gestirnir frá Akureyri auðvelt með að opna vörn HK. „Við byrjuðum leikinn illa, við náðum ekki að bregðast við hvorki inn á vellinum eða fyrir utan völlinn. Við vorum í miklu basli í fyrri hálfleik en förum inn í 0-0 og reynum að breyta til og gera hlutina öðruvísi,“ sagði Ómar Ingi. Ég bara skil þetta ekki „Seinni hálfleikurinn var töluvert jafnari en sá fyrri og að einhverju leyti gekk það upp. Ekki misskilja mig, að KA hafi ekki verið betri út á velli en þetta víti hlýtur átt að vera víti. Ég get ekki misskilið þetta svona í sjónvarpinu og á vellinum. Ég veit ekki hvað þarf til þess að Vilhjálmur Alvar dæmi rétt hérna í vítateignum okkar. Það er hægt að flétta upp vítum frá því í fyrra á móti Fram og fleiri hlutum. Ég bara skil þetta ekki, hann sér boltann fara í brjóstkassann á honum, þá er myndbandsupptakan bara fiffuð,“ bætti sársvekktur Ómar við að lokum.
Besta deild karla HK Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Sjá meira