Selma Dögg: John hefur alltaf svo mikla trú á okkur Þorsteinn Hjálmsson skrifar 26. júní 2024 20:28 Selma Dögg (númer 10) sést hér fagna marki með liðsfélögum sínum. vísir/diego „Þetta var mjög kaflaskipt,“ sagði fyrirliði Víkings, Selma Dögg Björgvinsdóttir, eftir 3-2 sigur á Stjörnunni í kvöld. Heimakonur í Víkingi lentu í tvígang undir í fyrri hálfleik en náðu að snúa leiknum sér í vil í síðari hálfleik. Selma Dögg vill meina að dugnaður og vinnusemi liðsins í sumar skilaði sigrinum í kvöld. „Við höfum verið að byggja upp okkar leik seinustu leiki og ég held að það hafi bara verið karakter í dag, því þetta var svona frekar jafnt og hefði svo sem geta fallið báðu megin. En baráttan og liðsheildin sem við höfum verið að byggja upp skóp þennan sigur.“ John Andrews, þjálfari Víkings, hafði fulla trú á sínu liði í dag að sögn Selmu Daggar. Þau skilaboð skinu í gegn í hálfleiksræðu hans. „John hefur alltaf svo mikla trú á okkur, þannig að hann segir við okkur að við séum að fara að skora fleiri mörk, en auðvitað þarf að vinna fyrir þeim. Þannig að við samstilltum okkur og settum okkur ný markmið og líka hvernig við ætluðum að verjast þeim inn á miðjunni því þær voru komnar með fjóra þar á móti okkur þrem. Við settum aðeins upp nýtt leikplan og við þurftum að setja í næsta gír.“ Víkingsliðið skoraði tvö mörk með aðeins tveggja mínútu millibili í síðari hálfleik sem skilaði að lokum þrem stigum í hús. Selma Dögg skoraði sigurmarkið eftir fyrirgjöf Emmu Steinsen og misheppnaða hreinsun varnarmanna Stjörnunnar. „Þarna stóð ekkert annað til boða en að bæta bara við öðru marki og við erum búnar að vera æfa þessar fyrirgjafir bara mjög mikið, þegar Emma kemur upp kantinn og leggi hann fyrir. Svo var það bara barátta í mér að bæta upp fyrir hitt færið sem ég klúðraði í fyrri hálfleik. Þetta var kannski smá tilviljun að þetta hafi gerst með svona stuttu millibili, en bara geggjað,“ sagði Selma Dögg að lokum. Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Stjarnan Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Sjá meira
Heimakonur í Víkingi lentu í tvígang undir í fyrri hálfleik en náðu að snúa leiknum sér í vil í síðari hálfleik. Selma Dögg vill meina að dugnaður og vinnusemi liðsins í sumar skilaði sigrinum í kvöld. „Við höfum verið að byggja upp okkar leik seinustu leiki og ég held að það hafi bara verið karakter í dag, því þetta var svona frekar jafnt og hefði svo sem geta fallið báðu megin. En baráttan og liðsheildin sem við höfum verið að byggja upp skóp þennan sigur.“ John Andrews, þjálfari Víkings, hafði fulla trú á sínu liði í dag að sögn Selmu Daggar. Þau skilaboð skinu í gegn í hálfleiksræðu hans. „John hefur alltaf svo mikla trú á okkur, þannig að hann segir við okkur að við séum að fara að skora fleiri mörk, en auðvitað þarf að vinna fyrir þeim. Þannig að við samstilltum okkur og settum okkur ný markmið og líka hvernig við ætluðum að verjast þeim inn á miðjunni því þær voru komnar með fjóra þar á móti okkur þrem. Við settum aðeins upp nýtt leikplan og við þurftum að setja í næsta gír.“ Víkingsliðið skoraði tvö mörk með aðeins tveggja mínútu millibili í síðari hálfleik sem skilaði að lokum þrem stigum í hús. Selma Dögg skoraði sigurmarkið eftir fyrirgjöf Emmu Steinsen og misheppnaða hreinsun varnarmanna Stjörnunnar. „Þarna stóð ekkert annað til boða en að bæta bara við öðru marki og við erum búnar að vera æfa þessar fyrirgjafir bara mjög mikið, þegar Emma kemur upp kantinn og leggi hann fyrir. Svo var það bara barátta í mér að bæta upp fyrir hitt færið sem ég klúðraði í fyrri hálfleik. Þetta var kannski smá tilviljun að þetta hafi gerst með svona stuttu millibili, en bara geggjað,“ sagði Selma Dögg að lokum.
Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Stjarnan Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Sjá meira