Selma Dögg: John hefur alltaf svo mikla trú á okkur Þorsteinn Hjálmsson skrifar 26. júní 2024 20:28 Selma Dögg (númer 10) sést hér fagna marki með liðsfélögum sínum. vísir/diego „Þetta var mjög kaflaskipt,“ sagði fyrirliði Víkings, Selma Dögg Björgvinsdóttir, eftir 3-2 sigur á Stjörnunni í kvöld. Heimakonur í Víkingi lentu í tvígang undir í fyrri hálfleik en náðu að snúa leiknum sér í vil í síðari hálfleik. Selma Dögg vill meina að dugnaður og vinnusemi liðsins í sumar skilaði sigrinum í kvöld. „Við höfum verið að byggja upp okkar leik seinustu leiki og ég held að það hafi bara verið karakter í dag, því þetta var svona frekar jafnt og hefði svo sem geta fallið báðu megin. En baráttan og liðsheildin sem við höfum verið að byggja upp skóp þennan sigur.“ John Andrews, þjálfari Víkings, hafði fulla trú á sínu liði í dag að sögn Selmu Daggar. Þau skilaboð skinu í gegn í hálfleiksræðu hans. „John hefur alltaf svo mikla trú á okkur, þannig að hann segir við okkur að við séum að fara að skora fleiri mörk, en auðvitað þarf að vinna fyrir þeim. Þannig að við samstilltum okkur og settum okkur ný markmið og líka hvernig við ætluðum að verjast þeim inn á miðjunni því þær voru komnar með fjóra þar á móti okkur þrem. Við settum aðeins upp nýtt leikplan og við þurftum að setja í næsta gír.“ Víkingsliðið skoraði tvö mörk með aðeins tveggja mínútu millibili í síðari hálfleik sem skilaði að lokum þrem stigum í hús. Selma Dögg skoraði sigurmarkið eftir fyrirgjöf Emmu Steinsen og misheppnaða hreinsun varnarmanna Stjörnunnar. „Þarna stóð ekkert annað til boða en að bæta bara við öðru marki og við erum búnar að vera æfa þessar fyrirgjafir bara mjög mikið, þegar Emma kemur upp kantinn og leggi hann fyrir. Svo var það bara barátta í mér að bæta upp fyrir hitt færið sem ég klúðraði í fyrri hálfleik. Þetta var kannski smá tilviljun að þetta hafi gerst með svona stuttu millibili, en bara geggjað,“ sagði Selma Dögg að lokum. Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Stjarnan Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ Sjá meira
Heimakonur í Víkingi lentu í tvígang undir í fyrri hálfleik en náðu að snúa leiknum sér í vil í síðari hálfleik. Selma Dögg vill meina að dugnaður og vinnusemi liðsins í sumar skilaði sigrinum í kvöld. „Við höfum verið að byggja upp okkar leik seinustu leiki og ég held að það hafi bara verið karakter í dag, því þetta var svona frekar jafnt og hefði svo sem geta fallið báðu megin. En baráttan og liðsheildin sem við höfum verið að byggja upp skóp þennan sigur.“ John Andrews, þjálfari Víkings, hafði fulla trú á sínu liði í dag að sögn Selmu Daggar. Þau skilaboð skinu í gegn í hálfleiksræðu hans. „John hefur alltaf svo mikla trú á okkur, þannig að hann segir við okkur að við séum að fara að skora fleiri mörk, en auðvitað þarf að vinna fyrir þeim. Þannig að við samstilltum okkur og settum okkur ný markmið og líka hvernig við ætluðum að verjast þeim inn á miðjunni því þær voru komnar með fjóra þar á móti okkur þrem. Við settum aðeins upp nýtt leikplan og við þurftum að setja í næsta gír.“ Víkingsliðið skoraði tvö mörk með aðeins tveggja mínútu millibili í síðari hálfleik sem skilaði að lokum þrem stigum í hús. Selma Dögg skoraði sigurmarkið eftir fyrirgjöf Emmu Steinsen og misheppnaða hreinsun varnarmanna Stjörnunnar. „Þarna stóð ekkert annað til boða en að bæta bara við öðru marki og við erum búnar að vera æfa þessar fyrirgjafir bara mjög mikið, þegar Emma kemur upp kantinn og leggi hann fyrir. Svo var það bara barátta í mér að bæta upp fyrir hitt færið sem ég klúðraði í fyrri hálfleik. Þetta var kannski smá tilviljun að þetta hafi gerst með svona stuttu millibili, en bara geggjað,“ sagði Selma Dögg að lokum.
Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Stjarnan Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ Sjá meira