Stjörnur tímabilsins í Bestu deild karla Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. júní 2024 10:01 Hefðbundin deildarkeppni í Bestu deild karla er hálfnuð. Fyrri umferðinni í hefðbundinni deildarkeppni í Bestu deild karla í fótbolta er lokið. Af því tilefni valdi Vísir tíu stjörnur tímabilsins til þessa. Viktor Jónsson (ÍA) Fyrir tímabilið var mikið rætt um það hvort Viktor gæti skorað í efstu deild eftir að hafa orðið markakóngur Lengjudeildarinnar í fyrra. Framherjinn hefur svo sannarlega svarað þeirri spurningu með afgerandi hætti. Hann er næstmarkahæstur í Bestu deildinni með átta mörk sem eiga stóran þátt í því að Skagamenn hafa það ansi gott í 4. sætinu. Gylfi Þór Sigurðsson (Valur) Gylfi hefur ekki valdið neinum vonbrigðum á sínu fyrsta tímabili í Bestu deildinni og verið gríðarlega öflugur í liði Vals. Hefur reyndar aðeins spilað sjö leiki en skorað fimm mörk og gefið tvær stoðsendingar í þeim. Valsmenn hafa unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum sínum og eru í 3. sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir toppliði Víkings. Viktor Karl Einarsson (Breiðablik) Náði kannski ekki að sýna sínar bestu hliðar á síðasta tímabili en hefur verið besti leikmaður Breiðabliks í sumar. Viktor Karl er kominn með fjögur mörk og fimm stoðsendingar í Bestu deildinni. Aðeins FH-ingurinn Kjartan Kári Halldórsson hefur lagt upp fleiri mörk en Viktor Karl í sumar. Algjör lykilmaður í liði Breiðabliks sem situr í 2. sæti deildarinnar. Danijel Dejan Djuric (Víkingur) Danijel var í miklu stuði áður en hann var dæmdur í bann fyrir að kasta vatnsbrúsa í stuðningsmann Breiðabliks. Hann hefur skorað fimm mörk í deildinni auk þriggja marka í Mjólkurbikarnum og er markahæsti leikmaður Víkings á tímabilinu. Ef fram heldur sem horfir spilar Danijel varla mikið lengur hér á landi. Patrick Pedersen (Valur) Pedersen skilar alltaf mörkum og það hefur ekkert breyst í sumar. Er búinn að skora níu mörk og er markahæstur í Bestu deildinni. Skoraði sitt hundraðasta mark í efstu deild gegn ÍA í 1. umferðinni og er núna með 108 mörk í 174 leikjum sem er frábær tölfræði. Nær Pedersen að bæta markametið í efstu deild í sumar? Björn Daníel Sverrisson (FH) Björn Daníel byrjaði á bekknum í fyrsta leik FH en kom inn á í hálfleik í honum og spilamennska liðsins batnaði til mikilla muna. Hann hefur verið í byrjunarliði FH síðan þá. Björn Daníel hefur skorað fjögur mörk í deildinni. Eitt þeirra, gegn HK í Kórnum, var með þeim flottari á tímabilinu. Langt er síðan Björn Daníel hefur spilað jafn vel og í sumar. Ari Sigurpálsson (Víkingur) Ari átti frábært tímabil 2022 en náði ekki sömu hæðum í fyrra. Hann hefur hins vegar komið sterkur til leiks í ár og sýnt góða takta. Ari hefur skorað fjögur mörk í Bestu deildinni og lagt upp fimm. Þá hefur hann skorað eitt mark í Mjólkurbikarnum. Hefur verið mjög góður í sumar en getur orðið enn betri. Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik) Eftir frábært tímabil 2022 náði Jason Daði ekki sömu hæðum í fyrra, meðal annars vegna meiðsla. En Mosfellingurinn virðist vera búinn að ná fyrri styrk og var sjóðheitur framan af tímabili. Hefur verið rólegur í tíðinni í síðustu leikjum en er samt kominn með fimm mörk og tvær stoðsendingar í deildinni. Jónatan Ingi Jónsson (Valur) Kantmaðurinn leikni var nokkuð rólegur framan af tímabili en hefur verið óstöðvandi að undanförnu og er sennilega heitasti leikmaður landsins um þessar mundir. Í síðustu átta leikjum í deild og bikar hefur Jónatan skorað átta mörk. Í Bestu deildinni hefur hann skorað sex mörk og lagt upp tvö. Árni Marinó Einarsson (ÍA) Markvarslan í Bestu deildinni hefur ekki verið neitt sérstök í sumar en á því eru undantekningar. Má þar telja til frammistöðu Árna Marinós sem hefur verið góður í marki ÍA. Samkvæmt tölfræðinni hefur enginn markvörður komið í veg fyrir fleiri mörk en hann í Bestu deildinni, eða 7,41. Skagamenn hafa fengið á sig fimmtán mörk en ef ekki hefði verið fyrir Árna Marinó væru þau 22. Hefur fengið á sig einstaka klaufamörk en heilt yfir verið mjög flottur í sumar. Besta deild karla Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Kláraði fjórða árið í læknisfræðinni meðfram öllum Íslandsmetunum Sport Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Enski boltinn Leik lokið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Íslenski boltinn Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Adam Ægir á heimleið Íslenski boltinn Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Skaut kúlunni í rassinn á starfsmanni Golf Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Fleiri fréttir Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Adam Ægir á heimleið Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Sjá meira
Viktor Jónsson (ÍA) Fyrir tímabilið var mikið rætt um það hvort Viktor gæti skorað í efstu deild eftir að hafa orðið markakóngur Lengjudeildarinnar í fyrra. Framherjinn hefur svo sannarlega svarað þeirri spurningu með afgerandi hætti. Hann er næstmarkahæstur í Bestu deildinni með átta mörk sem eiga stóran þátt í því að Skagamenn hafa það ansi gott í 4. sætinu. Gylfi Þór Sigurðsson (Valur) Gylfi hefur ekki valdið neinum vonbrigðum á sínu fyrsta tímabili í Bestu deildinni og verið gríðarlega öflugur í liði Vals. Hefur reyndar aðeins spilað sjö leiki en skorað fimm mörk og gefið tvær stoðsendingar í þeim. Valsmenn hafa unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum sínum og eru í 3. sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir toppliði Víkings. Viktor Karl Einarsson (Breiðablik) Náði kannski ekki að sýna sínar bestu hliðar á síðasta tímabili en hefur verið besti leikmaður Breiðabliks í sumar. Viktor Karl er kominn með fjögur mörk og fimm stoðsendingar í Bestu deildinni. Aðeins FH-ingurinn Kjartan Kári Halldórsson hefur lagt upp fleiri mörk en Viktor Karl í sumar. Algjör lykilmaður í liði Breiðabliks sem situr í 2. sæti deildarinnar. Danijel Dejan Djuric (Víkingur) Danijel var í miklu stuði áður en hann var dæmdur í bann fyrir að kasta vatnsbrúsa í stuðningsmann Breiðabliks. Hann hefur skorað fimm mörk í deildinni auk þriggja marka í Mjólkurbikarnum og er markahæsti leikmaður Víkings á tímabilinu. Ef fram heldur sem horfir spilar Danijel varla mikið lengur hér á landi. Patrick Pedersen (Valur) Pedersen skilar alltaf mörkum og það hefur ekkert breyst í sumar. Er búinn að skora níu mörk og er markahæstur í Bestu deildinni. Skoraði sitt hundraðasta mark í efstu deild gegn ÍA í 1. umferðinni og er núna með 108 mörk í 174 leikjum sem er frábær tölfræði. Nær Pedersen að bæta markametið í efstu deild í sumar? Björn Daníel Sverrisson (FH) Björn Daníel byrjaði á bekknum í fyrsta leik FH en kom inn á í hálfleik í honum og spilamennska liðsins batnaði til mikilla muna. Hann hefur verið í byrjunarliði FH síðan þá. Björn Daníel hefur skorað fjögur mörk í deildinni. Eitt þeirra, gegn HK í Kórnum, var með þeim flottari á tímabilinu. Langt er síðan Björn Daníel hefur spilað jafn vel og í sumar. Ari Sigurpálsson (Víkingur) Ari átti frábært tímabil 2022 en náði ekki sömu hæðum í fyrra. Hann hefur hins vegar komið sterkur til leiks í ár og sýnt góða takta. Ari hefur skorað fjögur mörk í Bestu deildinni og lagt upp fimm. Þá hefur hann skorað eitt mark í Mjólkurbikarnum. Hefur verið mjög góður í sumar en getur orðið enn betri. Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik) Eftir frábært tímabil 2022 náði Jason Daði ekki sömu hæðum í fyrra, meðal annars vegna meiðsla. En Mosfellingurinn virðist vera búinn að ná fyrri styrk og var sjóðheitur framan af tímabili. Hefur verið rólegur í tíðinni í síðustu leikjum en er samt kominn með fimm mörk og tvær stoðsendingar í deildinni. Jónatan Ingi Jónsson (Valur) Kantmaðurinn leikni var nokkuð rólegur framan af tímabili en hefur verið óstöðvandi að undanförnu og er sennilega heitasti leikmaður landsins um þessar mundir. Í síðustu átta leikjum í deild og bikar hefur Jónatan skorað átta mörk. Í Bestu deildinni hefur hann skorað sex mörk og lagt upp tvö. Árni Marinó Einarsson (ÍA) Markvarslan í Bestu deildinni hefur ekki verið neitt sérstök í sumar en á því eru undantekningar. Má þar telja til frammistöðu Árna Marinós sem hefur verið góður í marki ÍA. Samkvæmt tölfræðinni hefur enginn markvörður komið í veg fyrir fleiri mörk en hann í Bestu deildinni, eða 7,41. Skagamenn hafa fengið á sig fimmtán mörk en ef ekki hefði verið fyrir Árna Marinó væru þau 22. Hefur fengið á sig einstaka klaufamörk en heilt yfir verið mjög flottur í sumar.
Besta deild karla Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Kláraði fjórða árið í læknisfræðinni meðfram öllum Íslandsmetunum Sport Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Enski boltinn Leik lokið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Íslenski boltinn Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Adam Ægir á heimleið Íslenski boltinn Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Skaut kúlunni í rassinn á starfsmanni Golf Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Fleiri fréttir Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Adam Ægir á heimleið Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti
Leik lokið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti