Íslenski boltinn

KSÍ mun ekki að­hafast frekar vegna kvörtunar Vestra

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Úr leik Vestra og Breiðabliks fyrr í sumar.
Úr leik Vestra og Breiðabliks fyrr í sumar. Vísir/Hulda Margrét

Knattspyrnusamband Íslands mun ekki aðhafast frekar í kvörtunar Vestra vegna atviks sem átti að hafa átt sér stað í leik liðsins gegn Fylki í Bestu deild karla nýverið. 

Eftir leik Fylkis og Vestra þann 18. júní sagði Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, að rasísk ummæli í garð sinna leikmanna hefðu fallið í leiknum. Vestri sendi erindi á KSÍ vegna málsins, hefur það nú verið tekið fyrir og ljóst að KSÍ mun ekki aðhafast meira í því.

Vegna alvarleika erindisins ákvað KSí að ráðast strax í frekari gagnaöflun. Talað var við dómarateymi leiksins, eftirlitsmann ásamt því að upptökur og myndskeið úr leiknum voru skoðaðar. 

„Frekari gagnaöflun í málinu varð ekki til þess að skýra meinta atburðarrás frekar. Að teknu tilliti til þeirra gagna sem liggja fyrir í málinu, þ.e. greinargerð Vestra og greinargerð Fylkis, er það niðurstaða skrifstofu að ókleift sé annað en að láta til staðar numið og aðhafast ekki frekar,“ segir í tilkynningu KSÍ til félaganna. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×