Pistill: Gunnar Nelson er frábær fyrirmynd Pétur Marinó Jónsson skrifar 11. mars 2014 15:45 Gunnar sigraði Omari Akhmedov sannfærandi. Vísir/Getty Eftir frábæran sigur Gunnars Nelson á Omari Akhmedov hafa sprottið upp ýmsir sérfræðingar sem hafa kallað MMA íþróttina ofbeldi. Auk þess var Gunnar sagður slæm fyrirmynd og hafa margir lýst vanþóknun sinni á íþróttinni á samfélagsmiðlum. Það er alltaf erfitt þegar fólk talar illa um uppáhalds íþróttina manns. Mér finnst það mjög leiðinlegt þegar fólk kallar MMA ofbeldi en ekki íþrótt. Auðvitað eiga allir rétt á sínum skoðunum og það ber að virða skoðanir annarra. Ofbeldi er að mínu mati þegar einhver níðist á öðrum eða geri eitthvað á annars manns hlut. Það er enginn að níðast á neinum í MMA. Þarna eru tveir þrautþjálfaðir íþróttamenn sem ganga sjálfviljugir í búrið. Þarna eru tveir íþróttamenn að upplifa drauminn sinn og leiðinlegt að fólk skuli kalla það ofbeldi. MMA hefur verið líkt við slagsmál á skólalóð. Ef slagsmál á skólalóð myndu fela í sér heimsklassa brasilískt jiu-jitsu þar sem báðir keppendur fallast í faðma eftir að annar gefst upp, báðir fara í læknisskoðun fyrir og eftir bardagann og báðir fara eftir reglum dómarans þá sé ég samanburðinn en get annars ekki séð neitt líkt með þessu tvennu. Auðvitað skil ég það að þessi íþrótt er ekki fyrir alla og það er allt í lagi með það. En ég sé ekki hvernig MMA getur kallast ofbeldi eða sé eins og slagsmál á skólalóð. Einhverjir vilja meina að þar sem MMA sé ekki á Ólympíuleikunum þá flokkist það ekki sem íþrótt. Það er annað sjónarhorn sem ég skil ekki heldur. Formúla 1 hefur aldrei verið á Ólympíuleikunum og golf verður í fyrsta sinn keppnisgrein á Ólympíuleikunum 2016. Það efast samt enginn um þetta séu íþróttir. MMA er harðgert sport, því verður ekki neitað. Það er aldrei hollt að fá höfuðhögg en allir keppendur eru meðvitaðir um það. Eflaust þykir einhverjum ekki merkilegt að slá annan mann í höfuð þegar hann liggur niðri en fólk má ekki gleyma að keppendur geta sótt lása og hengingar af bakinu í MMA. Auðvitað er sá sem er ofan á oftast talinn í betri stöðu en sá sem er undir getur sótt og er bardaginn langt í frá að vera búinn þó hann endi þar. Það eru stífar reglur í íþróttinni sem keppendur fylgja eftir. Það má ekki veita högg á hnakkann eða í mænu, það má ekki pota í augu, það má ekki rífa í hár, það má ekki bíta, það má ekki sparka í höfuð á liggjandi manni og gæti ég haldið lengi áfram um það sem ekki má í MMA. Það eru þyngdarflokkar þannig að keppendur eru paraðir saman á sanngjarnan hátt. Það eru hins vegar engar slíkar reglur í götuslagsmálum og stundum er margra kílóa munur á einstaklingum og jafnvel tveir gegn einum, það er ofbeldi. Ég get ekki verið sammála þeirri staðhæfingu að Gunnar Nelson sé ekki góð fyrirmynd. Íslendingur sem er í fremstu röð í sinni íþrótt er svo sannarlega góð fyrirmynd. Það að litla Ísland eigi fulltrúa í stærstu bardagasamtökum heims er frábær hvatning fyrir krakka og sýnir að þetta er hægt á litla Íslandi. Auk þess sýnir Gunnar andstæðingum sínum mikla virðingu, er kurteis og hógvær og það er eitthvað sem allir geta tekið til sín. Götuslagsmál er ofbeldi og þar er enginn sigurvegari. MMA er íþrótt og á laugardagskvöld stóð Gunnar Nelson uppi sem sigurvegari gegn afar sterkum andstæðingi og því ber að fagna.Þessi pistill er skoðun greinarhöfundar og þarf ekki að endurspegla skoðun vefsins.Vísir og MMA fréttir hafa tekið höndum saman í umfjöllun um MMA. Pétur Marinó er ritstjóri MMA frétta og birtir fréttir úr MMA heiminum á Vísi. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. MMA Tengdar fréttir Sterki víkingurinn gengur aftur Íslendingar hafa eignast nýja stjörnu. Sameiningartákn sem veldur því að skyndilega er hálf þjóðin farin að tala eins og bardagaíþróttir séu eitthvað sem hún þekkir út og inn. Gunnar Nelson er hylltur sem þjóðhetja, víkingurinn þögli sem sigrar andstæðinga sína án nokkurs fums, tákn alls þess besta í íslenskri þjóðarsál, lifandi sönnun þess að við séum mest og best, einu sinni enn. 10. mars 2014 09:49 „Ef það væru fleiri eins og Gunni væri æska landsins í frábærum málum“ „Ummælin eru auðvitað samtökunum til vansa. Orðræðan á ekki að vera með þessum hætti,“ segir Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson. 10. mars 2014 15:57 Fagnaði bónusnum með joggingbuxum Conor McGregor lét sérsauma á sig jakkaföt þegar hann fékk UFC bónusinn en Gunnar Nelson fór á útsölur. 10. mars 2014 19:30 Hætta að styrkja Barnaheill vegna ummæla um Gunnar Nelson Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla, segir í samtali við Vísi í kvöld alrangt, eins og margir haldi fram í athugasemdakerfi við fyrra viðtal við starfsmann samtakanna, að þau séu að ráðast á Gunnar sem persónu. 10. mars 2014 22:07 Gunnar fær mikið lof fyrir bardagann | Horfðu á hann með íslenskri lýsingu Gunnari Nelson er hrósað út um allt fyrir sigurinn örugga á Rússanum Omari Akhmedov í London á laugardaginn. 10. mars 2014 08:15 Gunnar Nelson er stórhættuleg fyrirmynd Barnaheill lýsa yfir miklum áhyggjum af óæskilegum áhrifum sem Gunnar Nelson bardagakappi gæti haft á æsku landsins 10. mars 2014 11:35 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn BKG kveður keppninaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Fleiri fréttir Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Sjáðu bestu tilþrifin á öðru keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar Sigurjón hættur með Gróttu Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Sjá meira
Eftir frábæran sigur Gunnars Nelson á Omari Akhmedov hafa sprottið upp ýmsir sérfræðingar sem hafa kallað MMA íþróttina ofbeldi. Auk þess var Gunnar sagður slæm fyrirmynd og hafa margir lýst vanþóknun sinni á íþróttinni á samfélagsmiðlum. Það er alltaf erfitt þegar fólk talar illa um uppáhalds íþróttina manns. Mér finnst það mjög leiðinlegt þegar fólk kallar MMA ofbeldi en ekki íþrótt. Auðvitað eiga allir rétt á sínum skoðunum og það ber að virða skoðanir annarra. Ofbeldi er að mínu mati þegar einhver níðist á öðrum eða geri eitthvað á annars manns hlut. Það er enginn að níðast á neinum í MMA. Þarna eru tveir þrautþjálfaðir íþróttamenn sem ganga sjálfviljugir í búrið. Þarna eru tveir íþróttamenn að upplifa drauminn sinn og leiðinlegt að fólk skuli kalla það ofbeldi. MMA hefur verið líkt við slagsmál á skólalóð. Ef slagsmál á skólalóð myndu fela í sér heimsklassa brasilískt jiu-jitsu þar sem báðir keppendur fallast í faðma eftir að annar gefst upp, báðir fara í læknisskoðun fyrir og eftir bardagann og báðir fara eftir reglum dómarans þá sé ég samanburðinn en get annars ekki séð neitt líkt með þessu tvennu. Auðvitað skil ég það að þessi íþrótt er ekki fyrir alla og það er allt í lagi með það. En ég sé ekki hvernig MMA getur kallast ofbeldi eða sé eins og slagsmál á skólalóð. Einhverjir vilja meina að þar sem MMA sé ekki á Ólympíuleikunum þá flokkist það ekki sem íþrótt. Það er annað sjónarhorn sem ég skil ekki heldur. Formúla 1 hefur aldrei verið á Ólympíuleikunum og golf verður í fyrsta sinn keppnisgrein á Ólympíuleikunum 2016. Það efast samt enginn um þetta séu íþróttir. MMA er harðgert sport, því verður ekki neitað. Það er aldrei hollt að fá höfuðhögg en allir keppendur eru meðvitaðir um það. Eflaust þykir einhverjum ekki merkilegt að slá annan mann í höfuð þegar hann liggur niðri en fólk má ekki gleyma að keppendur geta sótt lása og hengingar af bakinu í MMA. Auðvitað er sá sem er ofan á oftast talinn í betri stöðu en sá sem er undir getur sótt og er bardaginn langt í frá að vera búinn þó hann endi þar. Það eru stífar reglur í íþróttinni sem keppendur fylgja eftir. Það má ekki veita högg á hnakkann eða í mænu, það má ekki pota í augu, það má ekki rífa í hár, það má ekki bíta, það má ekki sparka í höfuð á liggjandi manni og gæti ég haldið lengi áfram um það sem ekki má í MMA. Það eru þyngdarflokkar þannig að keppendur eru paraðir saman á sanngjarnan hátt. Það eru hins vegar engar slíkar reglur í götuslagsmálum og stundum er margra kílóa munur á einstaklingum og jafnvel tveir gegn einum, það er ofbeldi. Ég get ekki verið sammála þeirri staðhæfingu að Gunnar Nelson sé ekki góð fyrirmynd. Íslendingur sem er í fremstu röð í sinni íþrótt er svo sannarlega góð fyrirmynd. Það að litla Ísland eigi fulltrúa í stærstu bardagasamtökum heims er frábær hvatning fyrir krakka og sýnir að þetta er hægt á litla Íslandi. Auk þess sýnir Gunnar andstæðingum sínum mikla virðingu, er kurteis og hógvær og það er eitthvað sem allir geta tekið til sín. Götuslagsmál er ofbeldi og þar er enginn sigurvegari. MMA er íþrótt og á laugardagskvöld stóð Gunnar Nelson uppi sem sigurvegari gegn afar sterkum andstæðingi og því ber að fagna.Þessi pistill er skoðun greinarhöfundar og þarf ekki að endurspegla skoðun vefsins.Vísir og MMA fréttir hafa tekið höndum saman í umfjöllun um MMA. Pétur Marinó er ritstjóri MMA frétta og birtir fréttir úr MMA heiminum á Vísi. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.
MMA Tengdar fréttir Sterki víkingurinn gengur aftur Íslendingar hafa eignast nýja stjörnu. Sameiningartákn sem veldur því að skyndilega er hálf þjóðin farin að tala eins og bardagaíþróttir séu eitthvað sem hún þekkir út og inn. Gunnar Nelson er hylltur sem þjóðhetja, víkingurinn þögli sem sigrar andstæðinga sína án nokkurs fums, tákn alls þess besta í íslenskri þjóðarsál, lifandi sönnun þess að við séum mest og best, einu sinni enn. 10. mars 2014 09:49 „Ef það væru fleiri eins og Gunni væri æska landsins í frábærum málum“ „Ummælin eru auðvitað samtökunum til vansa. Orðræðan á ekki að vera með þessum hætti,“ segir Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson. 10. mars 2014 15:57 Fagnaði bónusnum með joggingbuxum Conor McGregor lét sérsauma á sig jakkaföt þegar hann fékk UFC bónusinn en Gunnar Nelson fór á útsölur. 10. mars 2014 19:30 Hætta að styrkja Barnaheill vegna ummæla um Gunnar Nelson Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla, segir í samtali við Vísi í kvöld alrangt, eins og margir haldi fram í athugasemdakerfi við fyrra viðtal við starfsmann samtakanna, að þau séu að ráðast á Gunnar sem persónu. 10. mars 2014 22:07 Gunnar fær mikið lof fyrir bardagann | Horfðu á hann með íslenskri lýsingu Gunnari Nelson er hrósað út um allt fyrir sigurinn örugga á Rússanum Omari Akhmedov í London á laugardaginn. 10. mars 2014 08:15 Gunnar Nelson er stórhættuleg fyrirmynd Barnaheill lýsa yfir miklum áhyggjum af óæskilegum áhrifum sem Gunnar Nelson bardagakappi gæti haft á æsku landsins 10. mars 2014 11:35 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn BKG kveður keppninaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Fleiri fréttir Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Sjáðu bestu tilþrifin á öðru keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar Sigurjón hættur með Gróttu Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Sjá meira
Sterki víkingurinn gengur aftur Íslendingar hafa eignast nýja stjörnu. Sameiningartákn sem veldur því að skyndilega er hálf þjóðin farin að tala eins og bardagaíþróttir séu eitthvað sem hún þekkir út og inn. Gunnar Nelson er hylltur sem þjóðhetja, víkingurinn þögli sem sigrar andstæðinga sína án nokkurs fums, tákn alls þess besta í íslenskri þjóðarsál, lifandi sönnun þess að við séum mest og best, einu sinni enn. 10. mars 2014 09:49
„Ef það væru fleiri eins og Gunni væri æska landsins í frábærum málum“ „Ummælin eru auðvitað samtökunum til vansa. Orðræðan á ekki að vera með þessum hætti,“ segir Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson. 10. mars 2014 15:57
Fagnaði bónusnum með joggingbuxum Conor McGregor lét sérsauma á sig jakkaföt þegar hann fékk UFC bónusinn en Gunnar Nelson fór á útsölur. 10. mars 2014 19:30
Hætta að styrkja Barnaheill vegna ummæla um Gunnar Nelson Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla, segir í samtali við Vísi í kvöld alrangt, eins og margir haldi fram í athugasemdakerfi við fyrra viðtal við starfsmann samtakanna, að þau séu að ráðast á Gunnar sem persónu. 10. mars 2014 22:07
Gunnar fær mikið lof fyrir bardagann | Horfðu á hann með íslenskri lýsingu Gunnari Nelson er hrósað út um allt fyrir sigurinn örugga á Rússanum Omari Akhmedov í London á laugardaginn. 10. mars 2014 08:15
Gunnar Nelson er stórhættuleg fyrirmynd Barnaheill lýsa yfir miklum áhyggjum af óæskilegum áhrifum sem Gunnar Nelson bardagakappi gæti haft á æsku landsins 10. mars 2014 11:35