Nicolas Winding Refn: Velgengni er blekking Sara McMahon skrifar 3. ágúst 2013 09:00 Nýjasta mynd Nicolas Winding Refn, Only God Forgives, var frumsýnd hér fyrir stuttu. Nordicphotos/Getty „Viðbrögðin við myndunum mínum hafa alltaf verið svona, þetta var því ekkert nýtt fyrir mér. Ég tel það vera tákn um velgengni ef fólk elskar það sem aðrir hata, þá hefur maður gert eitthvað rétt í listsköpuninni,“ segir danski leikstjórinn Nicolas Winding Refn þegar blaðamaður Fréttablaðsins spyr hann út í viðbrögð áhorfenda við kvikmynd hans, Only God Forgives. Myndin, sem skartar Ryan Gosling í aðalhlutverki, var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes nú í vor og hlaut bæði lof bíórýna og einnig mikla gagnrýni. Winding Refn er danskur og eru foreldrar hans báðir tengdir kvikmyndaiðnaðinum; faðir hans, Anders Refn er leikstjóri, og móðir hans, Vibeke Winding er kvikmyndatökukona.Sló í gegn með Pusher „Þegar maður hefur verið viðloðandi kvikmyndaiðnaðinn frá blautu barnsbeini, verður þetta manni nánast eðlislægt,“ segir leikstjórinn sem sló í gegn árið 1996 með sinni fyrstu kvikmynd, Pusher. Sjálfur segist hann þó lítið spá í eigin velgengni. „Velgengni er blekking. Ef maður hugsar of mikið um hana þá verða mistök óhjákvæmileg. Maður á þess í stað að taka af skarið og framkvæma, ef maður ofhugsar hlutina verður maður þræll eigin væntinga,“ segir Winding Refn og gerir hér hlé á máli sínu til þess að sinna börnum sínum sem dvelja með honum tímabundið í Los Angeles.Gott samstarf við Gosling Spurður út í samstarf sitt og leikarans Ryans Gosling segir leikstjórinn það gott, en þeir höfðu áður unnið saman að gerð kvikmyndarinnar Drive. „Við þekkjum hvor annan betur núna og samstarfið var því auðveldara. Hann er þó mjög mjög þægilegur í viðmóti og frábær leikari.“ Tónlist spilar veigamikið hlutverk í kvikmyndum Windings Refn og kveðst hann leggja mikla vinnu í lagavalið. „Ég er hrifinn af ólíkum tónlistarstefnum og valið ræðst af því. Við klipparinn vinnum þetta svo áfram í sameiningu.“ Leikstjórinn dvelur nú ásamt fjölskyldu sinni í Los Angeles þar sem hann undirbýr næsta verkefni, endurgerð kvikmyndarinnar Barbarellu. „Ég er að skrifa handritið um þessar mundir og sú vinna gengur vel. Svo sjáum við hvað gerist eftir það,“ segir Winding Refn að lokum. Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
„Viðbrögðin við myndunum mínum hafa alltaf verið svona, þetta var því ekkert nýtt fyrir mér. Ég tel það vera tákn um velgengni ef fólk elskar það sem aðrir hata, þá hefur maður gert eitthvað rétt í listsköpuninni,“ segir danski leikstjórinn Nicolas Winding Refn þegar blaðamaður Fréttablaðsins spyr hann út í viðbrögð áhorfenda við kvikmynd hans, Only God Forgives. Myndin, sem skartar Ryan Gosling í aðalhlutverki, var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes nú í vor og hlaut bæði lof bíórýna og einnig mikla gagnrýni. Winding Refn er danskur og eru foreldrar hans báðir tengdir kvikmyndaiðnaðinum; faðir hans, Anders Refn er leikstjóri, og móðir hans, Vibeke Winding er kvikmyndatökukona.Sló í gegn með Pusher „Þegar maður hefur verið viðloðandi kvikmyndaiðnaðinn frá blautu barnsbeini, verður þetta manni nánast eðlislægt,“ segir leikstjórinn sem sló í gegn árið 1996 með sinni fyrstu kvikmynd, Pusher. Sjálfur segist hann þó lítið spá í eigin velgengni. „Velgengni er blekking. Ef maður hugsar of mikið um hana þá verða mistök óhjákvæmileg. Maður á þess í stað að taka af skarið og framkvæma, ef maður ofhugsar hlutina verður maður þræll eigin væntinga,“ segir Winding Refn og gerir hér hlé á máli sínu til þess að sinna börnum sínum sem dvelja með honum tímabundið í Los Angeles.Gott samstarf við Gosling Spurður út í samstarf sitt og leikarans Ryans Gosling segir leikstjórinn það gott, en þeir höfðu áður unnið saman að gerð kvikmyndarinnar Drive. „Við þekkjum hvor annan betur núna og samstarfið var því auðveldara. Hann er þó mjög mjög þægilegur í viðmóti og frábær leikari.“ Tónlist spilar veigamikið hlutverk í kvikmyndum Windings Refn og kveðst hann leggja mikla vinnu í lagavalið. „Ég er hrifinn af ólíkum tónlistarstefnum og valið ræðst af því. Við klipparinn vinnum þetta svo áfram í sameiningu.“ Leikstjórinn dvelur nú ásamt fjölskyldu sinni í Los Angeles þar sem hann undirbýr næsta verkefni, endurgerð kvikmyndarinnar Barbarellu. „Ég er að skrifa handritið um þessar mundir og sú vinna gengur vel. Svo sjáum við hvað gerist eftir það,“ segir Winding Refn að lokum.
Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira