Fylgi Framsóknarflokks rýkur upp brjann@frettabladid.is skrifar 2. febrúar 2013 06:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugson. Framsóknarflokkurinn sækir verulega í sig veðrið í kjölfar dóms í Icesave-málinu, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Stuðningur við Samfylkinguna hefur hrunið á tveimur vikum. Verði niðurstöður kosninga í takti við könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 eru aðeins tveir möguleikar á tveggja flokka stjórn að loknum kosningum; stjórn Sjálfstæðisflokks og annaðhvort Framsóknarflokks eða Bjartrar framtíðar. Alls segjast 20,8 prósent þeirra sem afstöðu taka í könnuninni, sem gerð var á miðvikudag og fimmtudag, myndu kjósa Framsóknarflokkinn yrði gengið til kosninga nú. Flokkurinn mældist með 12,6 prósenta stuðning í síðustu könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2, sem gerð var fyrir tveimur vikum, dagana 16. og 17. janúar síðastliðna. Flokkurinn fékk 14,8 prósenta fylgi í síðustu kosningum og níu þingmenn en næði fjórtán mönnum á þing yrðu niðurstöður kosninga í samræmi við nýjustu skoðanakönnunina. Fylgi Samfylkingarinnar hefur hrunið á þeim tveimur vikum sem liðið hafa milli kannana. Nú segjast 11,9 myndu kjósa flokkinn en 19,7 prósent studdu Samfylkinguna fyrir tveimur vikum. Flokkurinn fékk 29,8 prósenta fylgi í síðustu kosningum og hefur aldrei mælst lægri í könnunum Fréttablaðsins. Flokkurinn fékk 20 þingmenn í síðustu kosningum en fengi átta nú samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Eina nýja framboðið sem næði mönnum á þing samkvæmt könnuninni er Björt framtíð. Stuðningur við flokkinn hefur aukist jafnt og þétt í síðustu könnunum. Nú styðja 16,4 prósent flokkinn og hefur fylgið aukist um 1,9 prósentustig á þeim tveimur vikum sem liðnar eru frá síðustu könnun. Björt framtíð fengi samkvæmt könnuninni tólf þingmenn en í dag sitja tveir flokksmenn á þingi sem voru kjörnir á þing fyrir aðra flokka. Sjálfstæðisflokkurinn ber sem fyrr höfuð og herðar yfir aðra flokka þó fylgi hans dali verulega milli kannana. Nú segjast 32 prósent myndu kjósa flokkinn yrði gengið til kosninga nú, en 37,8 prósent studdu flokkinn í síðustu könnun. Flokkurinn er þó vel yfir 23,7 prósenta kjörfylgi sínu úr síðustu kosningum og fengi samkvæmt þessu 21 þingmann, fimm fleiri en hann er með í dag. Vinstri græn virðast á uppleið aftur eftir afleita útkomu í síðustu könnun. Nú styðja 11,4 prósent flokkinn, sem er aukning upp á fjögur prósentustig frá síðustu könnun. Flokkurinn á samt langt í land með að ná 21,7 prósenta kjörfylgi sínu. Hann fengi átta þingmenn yrðu niðurstöður kosninga í takti við könnunina nú, en fékk 14 kjörna í síðustu kosningum. Önnur ný framboð en Björt framtíð ná ekki mönnum á þing samkvæmt könnuninni. Hægri grænir komast þó næst því. Þeir mælast nú með stuðning 4,3 prósenta en þurfa fimm prósent til að ná mönnum á þing. Stuðningur við flokkinn mældist 1,8 prósent í síðustu könnun. Hin nýju framboðin eru lengra frá því að ná inn á þing. Alls segjast 1,5 prósent styðja Dögun, 0,9 prósent Píratapartíið og 0,2 prósent Bjartsýnisflokkinn. Til þess ber þó að líta að nýju framboðin hafa lítið kynnt stefnumál sín og mögulega frambjóðendur. Kosningar 2013 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Framsóknarflokkurinn sækir verulega í sig veðrið í kjölfar dóms í Icesave-málinu, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Stuðningur við Samfylkinguna hefur hrunið á tveimur vikum. Verði niðurstöður kosninga í takti við könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 eru aðeins tveir möguleikar á tveggja flokka stjórn að loknum kosningum; stjórn Sjálfstæðisflokks og annaðhvort Framsóknarflokks eða Bjartrar framtíðar. Alls segjast 20,8 prósent þeirra sem afstöðu taka í könnuninni, sem gerð var á miðvikudag og fimmtudag, myndu kjósa Framsóknarflokkinn yrði gengið til kosninga nú. Flokkurinn mældist með 12,6 prósenta stuðning í síðustu könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2, sem gerð var fyrir tveimur vikum, dagana 16. og 17. janúar síðastliðna. Flokkurinn fékk 14,8 prósenta fylgi í síðustu kosningum og níu þingmenn en næði fjórtán mönnum á þing yrðu niðurstöður kosninga í samræmi við nýjustu skoðanakönnunina. Fylgi Samfylkingarinnar hefur hrunið á þeim tveimur vikum sem liðið hafa milli kannana. Nú segjast 11,9 myndu kjósa flokkinn en 19,7 prósent studdu Samfylkinguna fyrir tveimur vikum. Flokkurinn fékk 29,8 prósenta fylgi í síðustu kosningum og hefur aldrei mælst lægri í könnunum Fréttablaðsins. Flokkurinn fékk 20 þingmenn í síðustu kosningum en fengi átta nú samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Eina nýja framboðið sem næði mönnum á þing samkvæmt könnuninni er Björt framtíð. Stuðningur við flokkinn hefur aukist jafnt og þétt í síðustu könnunum. Nú styðja 16,4 prósent flokkinn og hefur fylgið aukist um 1,9 prósentustig á þeim tveimur vikum sem liðnar eru frá síðustu könnun. Björt framtíð fengi samkvæmt könnuninni tólf þingmenn en í dag sitja tveir flokksmenn á þingi sem voru kjörnir á þing fyrir aðra flokka. Sjálfstæðisflokkurinn ber sem fyrr höfuð og herðar yfir aðra flokka þó fylgi hans dali verulega milli kannana. Nú segjast 32 prósent myndu kjósa flokkinn yrði gengið til kosninga nú, en 37,8 prósent studdu flokkinn í síðustu könnun. Flokkurinn er þó vel yfir 23,7 prósenta kjörfylgi sínu úr síðustu kosningum og fengi samkvæmt þessu 21 þingmann, fimm fleiri en hann er með í dag. Vinstri græn virðast á uppleið aftur eftir afleita útkomu í síðustu könnun. Nú styðja 11,4 prósent flokkinn, sem er aukning upp á fjögur prósentustig frá síðustu könnun. Flokkurinn á samt langt í land með að ná 21,7 prósenta kjörfylgi sínu. Hann fengi átta þingmenn yrðu niðurstöður kosninga í takti við könnunina nú, en fékk 14 kjörna í síðustu kosningum. Önnur ný framboð en Björt framtíð ná ekki mönnum á þing samkvæmt könnuninni. Hægri grænir komast þó næst því. Þeir mælast nú með stuðning 4,3 prósenta en þurfa fimm prósent til að ná mönnum á þing. Stuðningur við flokkinn mældist 1,8 prósent í síðustu könnun. Hin nýju framboðin eru lengra frá því að ná inn á þing. Alls segjast 1,5 prósent styðja Dögun, 0,9 prósent Píratapartíið og 0,2 prósent Bjartsýnisflokkinn. Til þess ber þó að líta að nýju framboðin hafa lítið kynnt stefnumál sín og mögulega frambjóðendur.
Kosningar 2013 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira