Sport

Ólafur og Dorrit mætt til Berlínar - Myndir

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ólafur Ragnar og Dorrit fengu góða móttöku.
Ólafur Ragnar og Dorrit fengu góða móttöku. Myndir / Rut
Heimsmeistaramót íslenska hestsins fer fram næstu daga í Berlín og verður mótið í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Dorrit Moussaieff er mætt á staðinn og verða sérstakir heiðursgestir á mótinu.

Heimsmeistaramót íslenska hestsins fer fram dagana 4. - 11. ágúst og verður Stöð 2 Sport með beinar útsendingar frá mótinu alla keppnisdagana og samantektarþætti á kvöldin.

Forseta hjónin sjást hér að ofan skrifa í gestabók við komuna.

Gunnar Snorri Gunnarsson, sendiherra Íslands í Berlín,  og Auður Edda Jökulsdóttir sendiráðunautur ræða hér við forsetahjónin.

Ólafur Ragnar, Samúel Örn Erlingsson, íþróttafréttamaður RÚV, Sigurður Ævarsson og Oddur Hafsteinsson hjá landssambandi hestamannafélaga.

Dorrit með ungu knöpum, Gústaf Ásgeir Hinriksson og Konráð Valur Sveinsson.

Móttakan fór fram í glæsilegum sendiherrabústað íslands í Berlín.

Bergþór Eggertsson, núverandi heimsmeistari frá árinu 2011, 250m, 100m, gæðingaskeið með vinkonum.

Ungir knapar: Birgitta Bjarnadóttir og Arna Ýr Guðnadóttir.

Glæsilegur landsliðshópur Íslands í hestaíþróttum.

Haraldur Þórarinsson, formaður landssambands hestamannafélaga, þakkar sendiherranum Gunnari Snorra fyrir móttökuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×