Sport

Enginn fljótari en Bergþór og Lótus | Myndbönd

Heimsmeistararnir Bergþór Eggertsson og Lótus frá Aldenghoor.
Heimsmeistararnir Bergþór Eggertsson og Lótus frá Aldenghoor. Mynd/Hestafréttir.is
Heimsmeistararnir Bergþór Eggertsson og Lótus frá Aldenghoor náðu besta tímanum í fyrri umferðinni í 250 metra skeiði lokið á Heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Berlín. Seinni umferðin fer síðan fram á morgun.

Bergþór Eggertsson og Lótus frá Aldenghoor fóru fyrri ferðina á 21,97 sekúndum og þann tíma náði enginn að bæta. Seinni ferðina fóru þeir félagar síðan á 22,86 sekúndum.

Hin þýska Marie Lange-Fuchs á Ómi frá Stav varð í öðru sæti á 22,28 sekúndum en í þriðja sætinu kom síðan hin danska Iben Katrine Andersen á Skuggi frá Hávarðarkoti en betri ferð hennar tók 22,33 sekúndur.

Guðlaug Marín Guðnadóttir á Toppi frá Skarði 1 varð næstbest hjá íslenska liðinu en þau fóru á 22,90 sekúndum í betri ferð sinni.

Seinni umferðin verður riðin á morgun og þá kemur í ljós hvort Bergþór og Lótus nái að verja heimsmeistaratitil frá árinu 2011.

Það er hægt að sjá öll úrslitin í forkeppninni inn á Hestafréttir.is eða með því að smella hér.

Hér fyrir neðan má síðan sjá tvö skemmtileg myndbönd af Hestafréttum.is, annarsvegar af spretti þeirra Bergþórs og Lótusar og hinsvegar af klappstýrum Begga.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×