Kópavogsbær hafnar alfarið beinum eignarrétti Þorsteins VG skrifar 5. júní 2013 14:34 Kópavogsbær tók Vatnsenda eignarnámi og greiddu Þorsteini 2250 milljónir fyrir. Í dag viðurkennir Kópavogsbær ekki beinan eignarrétt Þorsteins. Kópavogsbær lítur svo á, að hvað sem öðru líður, sé Þorsteinn Hjaltested ekki réttur viðtakandi frekara endurgjalds vegnar eignarnáms Kópavogsbæjar á landi Vatnsenda. Þetta kom fram í máli lögmanns Kópavogsbæjar í fyrirtöku í máli Þorsteins gegn bænum í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Þorsteinn krefst þess að bæjaryfirvöld greiði honum 7 milljarða fyrir eignarnám á jörðinni frá árinu 2007 en málið var þingfest árið 2011. Þorsteinn hefur þegar fengið 2250 milljónir króna vegna eignarupptökunnar, en málið tók nýja stefnu þegar Héraðsdómur Reykjavíkur, og Hæstiréttur Íslands staðfesti í maí síðastliðnum, að Þorsteinn hefði ekki beinan eignarrétt að Vatnsenda og að jörðin væri enn í dánarabúi Sigurðar Hjaltested, sem lést fyrir tæpum fimmtíu árum síðan. Lögmaður Þorsteins vill meina að óbeinum eignarrétti erfingja Sigurðar hafi verið ráðstafað með endanlegum hætti úr dánarbúinu og því eigi Þorsteinn rétt á greiðslu frá bænum upp á sjö milljarða. Kópavogsbær krafðist þess í dag að máli Þorsteins gegn bænum yrði vísað frá í ljósi óvissu með beinan eignarrétt á landinu, á meðan lögmaður Þorsteins vill fresta málinu þar til niðurstaða fæst í því máli. Réttað verður aftur í málinu 20. júní næstkomandi og þá verður líklega ákveðin málflutningur um frávísunarkröfu. Fyrirtakan nú var sú fyrsta síðan í janúar síðastliðnum, en þessi angi þessa flókna máls, hefur verið að velkjast um í réttarkerfinu í rúm tvö ár. Nú er málið í höndum skiptastjóra dánarbús Sigurðar Hjaltested en þær upplýsingar fengust frá skiptastjóranum að málin þar þokist hægt, og búast má við nýju dómsmáli þar sem tekist verður á um eignarrétt á landinu verðmæta. Deilur um Vatnsendaland Kópavogur Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Fleiri fréttir „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjá meira
Kópavogsbær lítur svo á, að hvað sem öðru líður, sé Þorsteinn Hjaltested ekki réttur viðtakandi frekara endurgjalds vegnar eignarnáms Kópavogsbæjar á landi Vatnsenda. Þetta kom fram í máli lögmanns Kópavogsbæjar í fyrirtöku í máli Þorsteins gegn bænum í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Þorsteinn krefst þess að bæjaryfirvöld greiði honum 7 milljarða fyrir eignarnám á jörðinni frá árinu 2007 en málið var þingfest árið 2011. Þorsteinn hefur þegar fengið 2250 milljónir króna vegna eignarupptökunnar, en málið tók nýja stefnu þegar Héraðsdómur Reykjavíkur, og Hæstiréttur Íslands staðfesti í maí síðastliðnum, að Þorsteinn hefði ekki beinan eignarrétt að Vatnsenda og að jörðin væri enn í dánarabúi Sigurðar Hjaltested, sem lést fyrir tæpum fimmtíu árum síðan. Lögmaður Þorsteins vill meina að óbeinum eignarrétti erfingja Sigurðar hafi verið ráðstafað með endanlegum hætti úr dánarbúinu og því eigi Þorsteinn rétt á greiðslu frá bænum upp á sjö milljarða. Kópavogsbær krafðist þess í dag að máli Þorsteins gegn bænum yrði vísað frá í ljósi óvissu með beinan eignarrétt á landinu, á meðan lögmaður Þorsteins vill fresta málinu þar til niðurstaða fæst í því máli. Réttað verður aftur í málinu 20. júní næstkomandi og þá verður líklega ákveðin málflutningur um frávísunarkröfu. Fyrirtakan nú var sú fyrsta síðan í janúar síðastliðnum, en þessi angi þessa flókna máls, hefur verið að velkjast um í réttarkerfinu í rúm tvö ár. Nú er málið í höndum skiptastjóra dánarbús Sigurðar Hjaltested en þær upplýsingar fengust frá skiptastjóranum að málin þar þokist hægt, og búast má við nýju dómsmáli þar sem tekist verður á um eignarrétt á landinu verðmæta.
Deilur um Vatnsendaland Kópavogur Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Fleiri fréttir „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjá meira