Hafna kröfu landeiganda á Vatnsenda 19. maí 2011 07:00 Kópavogsbær áformaði mikla uppbyggingu við Vatnsenda og tók 864 hektara lands eignarnámi vegna hennar. Lítið hefur hins vegar orðið af uppbyggingu á svæðinu eftir bankahrunið haustið 2008.Fréttablaðið/Valli Kópavogsbær hafnar alfarið kröfu landeiganda á Vatnsenda, sem vill um 6,9 milljarða króna í bætur vegna eignarnáms. Lögmaður bæjarins segir algeran forsendubrest hafa orðið í málinu. Þorsteinn Hjaltested, landeigandi á Vatnsenda, hefur stefnt Kópavogsbæ eftir áralangar samningaviðræður sem hann telur engu hafa skilað. Stefnan verður þingfest næstkomandi miðvikudag. Kópavogsbær gerði árið 2006 eignarnám á 864 hektörum lands við Vatnsenda. Landið var í eigu Þorsteins. Í kjölfarið var samið um bætur vegna eignarnámsins. Matsnefnd eignarnámsbóta komst að þeirri niðurstöðu árið 2007 að verðmæti sáttargerðarinnar væri á bilinu 6,5 til 8 milljarðar króna. Þorsteinn fékk 2.250 milljóna króna bætur greiddar frá bænum. Auk þess hélt hann eftir 35 hektara lóð og samþykkti bærinn að skipuleggja þar íbúðabyggð. Þá átti Þorsteinn að fá nálægt tíunda hluta af íbúðum og atvinnuhúsnæði sem úthluta átti á svæðinu. Ekkert hefur hins vegar orðið af framkvæmdum á þessu svæði. Samkvæmt upplýsingum frá Sigurbirni Þorbergssyni, lögmanni Þorsteins, hefur Kópavogsbær ekki sýnt fram á að bærinn geti eða vilji efna skuldbindingar sínar aðrar en þá greiðslu sem þegar hafi verið innt af hendi. Þorsteinn telur að þar sem bærinn hafi ekki staðið við áform um uppbyggingu beri honum að efna samninginn með því að borga fyrir landið. Þorsteinn krefst nú ríflega 6,9 milljarða króna í bætur, auk dráttarvaxta frá árinu 2007.„Þarna hefur orðið allsherjar forsendubrestur,“ segir Karl Axelsson, lögmaður Kópavogsbæjar í málinu. Hann bendir á að ekkert hafi orðið af skipulagi byggðar á umræddu landsvæði af tveimur orsökum. Annars vegar hafi eftirspurn eftir lóðum hrunið í kjölfar bankahrunsins árið 2008. Hins vegar segir Karl að hluti landsins sé á vatnsverndarsvæði og ekki hafi tekist að fá þeirri vernd aflétt. Það eigi við um það svæði sem Þorsteinn hafi haldið eftir. Þorsteinn hafi vitað af þeirri áhættu þegar samningurinn hafi verið undirritaður. Hann hafi ákveðið að taka þá áhættu, og eigi því sjálfur að sitja uppi með tjón vegna þess.Karl segir að samningaviðræður hafi verið í gangi vegna málsins árum saman, og þeim verði eflaust haldið áfram þó að Kópavogsbæ verði stefnt fyrir dómstóla vegna þess. brjann@frettabladid.is Deilur um Vatnsendaland Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Fleiri fréttir „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Sjá meira
Kópavogsbær hafnar alfarið kröfu landeiganda á Vatnsenda, sem vill um 6,9 milljarða króna í bætur vegna eignarnáms. Lögmaður bæjarins segir algeran forsendubrest hafa orðið í málinu. Þorsteinn Hjaltested, landeigandi á Vatnsenda, hefur stefnt Kópavogsbæ eftir áralangar samningaviðræður sem hann telur engu hafa skilað. Stefnan verður þingfest næstkomandi miðvikudag. Kópavogsbær gerði árið 2006 eignarnám á 864 hektörum lands við Vatnsenda. Landið var í eigu Þorsteins. Í kjölfarið var samið um bætur vegna eignarnámsins. Matsnefnd eignarnámsbóta komst að þeirri niðurstöðu árið 2007 að verðmæti sáttargerðarinnar væri á bilinu 6,5 til 8 milljarðar króna. Þorsteinn fékk 2.250 milljóna króna bætur greiddar frá bænum. Auk þess hélt hann eftir 35 hektara lóð og samþykkti bærinn að skipuleggja þar íbúðabyggð. Þá átti Þorsteinn að fá nálægt tíunda hluta af íbúðum og atvinnuhúsnæði sem úthluta átti á svæðinu. Ekkert hefur hins vegar orðið af framkvæmdum á þessu svæði. Samkvæmt upplýsingum frá Sigurbirni Þorbergssyni, lögmanni Þorsteins, hefur Kópavogsbær ekki sýnt fram á að bærinn geti eða vilji efna skuldbindingar sínar aðrar en þá greiðslu sem þegar hafi verið innt af hendi. Þorsteinn telur að þar sem bærinn hafi ekki staðið við áform um uppbyggingu beri honum að efna samninginn með því að borga fyrir landið. Þorsteinn krefst nú ríflega 6,9 milljarða króna í bætur, auk dráttarvaxta frá árinu 2007.„Þarna hefur orðið allsherjar forsendubrestur,“ segir Karl Axelsson, lögmaður Kópavogsbæjar í málinu. Hann bendir á að ekkert hafi orðið af skipulagi byggðar á umræddu landsvæði af tveimur orsökum. Annars vegar hafi eftirspurn eftir lóðum hrunið í kjölfar bankahrunsins árið 2008. Hins vegar segir Karl að hluti landsins sé á vatnsverndarsvæði og ekki hafi tekist að fá þeirri vernd aflétt. Það eigi við um það svæði sem Þorsteinn hafi haldið eftir. Þorsteinn hafi vitað af þeirri áhættu þegar samningurinn hafi verið undirritaður. Hann hafi ákveðið að taka þá áhættu, og eigi því sjálfur að sitja uppi með tjón vegna þess.Karl segir að samningaviðræður hafi verið í gangi vegna málsins árum saman, og þeim verði eflaust haldið áfram þó að Kópavogsbæ verði stefnt fyrir dómstóla vegna þess. brjann@frettabladid.is
Deilur um Vatnsendaland Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Fleiri fréttir „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Sjá meira