Mesta fylgistap VG í kjördæmi Þjórsár og Helguvíkur Kristján Már Unnarsson skrifar 29. apríl 2013 11:38 Frá Þjórsá. Vinstri grænir fengu hlutfallslega minnst fylgi á landsvísu í Suðurkjördæmi, 5,9 prósent, og þar varð fylgistap flokksins hlutfallslega mest. Flokkurinn hlaut þar aðeins 1.582 atkvæði, eða 5,9 prósent, en í kosningunum 2009 hlaut flokkurinn 4.615 atkvæði í Suðurkjördæmi eða 17,1 prósent atkvæða. VG tapaði þar þingsæti og tveimur þriðju af fylgi sínu og er Suðurkjördæmi nú eina kjördæmið þar sem flokkurinn kom engum þingmanni að. Svo vill til að í Suðurkjördæmi eru nokkur umdeildustu verkefnin sem tekist var á um í umræðum um rammaáætlun og stóriðju í aðdraganda kosninganna; þar á meðal virkjanir í Þjórsá, jarðhitasvæði Reykjanesfjallgarðs og iðnaðarsvæðið í Helguvík. Athyglisvert er að í Norðausturkjördæmi fengu Vinstri grænir hlutfallslega mest fylgi á landsvísu, eða 15,8 prósent, og tvö þingsæti. Þar eru einnig umdeild iðnaðaráform á Bakka með jarðhitavirkjunum. Oddviti flokksins í kjördæminu, Steingrímur J. Sigfússon, greiddi hins vegar fyrir þeim uppbyggingaráformum, í andstöðu við Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra, þegar hann stóð fyrir sérstakri lagasetningu um ívilnanir, sem Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins, studdi. Svandís sat hins vegar hjá í atkvæðagreiðslu um stjórnarfrumvörp Steingríms. Útkoma Katrínar og Svandísar varð einnig ólík en þær leiddu hvor sinn VG-lista í Reykjavíkurkjördæmum. Í Reykjavík norður, með Katrínu í efsta sæti, hlaut VG 15,7% atkvæða, og tvo þingmenn, tapaði um þriðjungi fylgisins. Í Reykjavík suður, með Svandísi í efsta sæti, hlaut VG 12,1% atkvæða, og einn þingmann og tapaði nærri helmingi fyrra fylgis. Kosningar 2013 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Vinstri grænir fengu hlutfallslega minnst fylgi á landsvísu í Suðurkjördæmi, 5,9 prósent, og þar varð fylgistap flokksins hlutfallslega mest. Flokkurinn hlaut þar aðeins 1.582 atkvæði, eða 5,9 prósent, en í kosningunum 2009 hlaut flokkurinn 4.615 atkvæði í Suðurkjördæmi eða 17,1 prósent atkvæða. VG tapaði þar þingsæti og tveimur þriðju af fylgi sínu og er Suðurkjördæmi nú eina kjördæmið þar sem flokkurinn kom engum þingmanni að. Svo vill til að í Suðurkjördæmi eru nokkur umdeildustu verkefnin sem tekist var á um í umræðum um rammaáætlun og stóriðju í aðdraganda kosninganna; þar á meðal virkjanir í Þjórsá, jarðhitasvæði Reykjanesfjallgarðs og iðnaðarsvæðið í Helguvík. Athyglisvert er að í Norðausturkjördæmi fengu Vinstri grænir hlutfallslega mest fylgi á landsvísu, eða 15,8 prósent, og tvö þingsæti. Þar eru einnig umdeild iðnaðaráform á Bakka með jarðhitavirkjunum. Oddviti flokksins í kjördæminu, Steingrímur J. Sigfússon, greiddi hins vegar fyrir þeim uppbyggingaráformum, í andstöðu við Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra, þegar hann stóð fyrir sérstakri lagasetningu um ívilnanir, sem Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins, studdi. Svandís sat hins vegar hjá í atkvæðagreiðslu um stjórnarfrumvörp Steingríms. Útkoma Katrínar og Svandísar varð einnig ólík en þær leiddu hvor sinn VG-lista í Reykjavíkurkjördæmum. Í Reykjavík norður, með Katrínu í efsta sæti, hlaut VG 15,7% atkvæða, og tvo þingmenn, tapaði um þriðjungi fylgisins. Í Reykjavík suður, með Svandísi í efsta sæti, hlaut VG 12,1% atkvæða, og einn þingmann og tapaði nærri helmingi fyrra fylgis.
Kosningar 2013 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira