Þrýstingur á að Bjarni fari frá Karen Kjartansdóttir skrifar 4. apríl 2013 12:46 Oddvitar stærstu flokkanna, Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Vaxandi þrýstingur er í röðum Sjálfstæðismanna um að Bjarni Benediktsson víki til hliðar og láti Hönnu Birnu Kristjánsdóttur um að leiða kosningabaráttuna. Stjórnmálafræðingur og fyrrverandi frambjóðandi flokksins segir hins vegar sögur um að Bjarni eigi að víkja til hliðar ekki trúverðugar. Sjálfstæðimenn leita leiða til að byggja upp traust á flokknum fyrir kosningar og hefur mikið verið fundað innan flokksins síðustu daga til að ákveða hvernig best sé að haga kosningabaráttunni. Einhverjir hafa rætt um að réttast væri að Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, myndi stíga til hliðar og að Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, yrði falið að leiða flokkinn fram að kosningum. Þau skipti yrðu þá svipuð og urðu í borgarstjórn Reykjavíkur árið 1994. Þá sagði Markús Örn Antonsson af sér sem borgarstjóri skömmu fyrir kosningar eftir að skoðanakannanir höfðu leitt í ljós að flokkurinn ætti undir högg að sækja í borginni. Árna Sigfússyni var þess í stað fengið embættið. Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingur og fyrrverandi frambjóðandi sjálfstæðismannsins, segir sögur sem þessar heldur ótrúverðugar og lykta af taugaveiklun. Stefanía segir formannaskipti skömmu fyrir kosningar hafi ekki tekist vel árið 1994 þegar 75 dagar voru til kosningar en nú eru 23 dagar til kosninga. „Formannaskiptin gáfust ekki vel og því Sjálfstæðisflokkurinn tapaði þá meirihlutanum til Reykjavíkurlistans og hefur aldrei endurheimt fylgi sitt síðan. Þannig ef menn ætla líta til þeirrar reynslu ættu þeir að meta það sem svo að það væri víti til að varast." Stefanía segir fylgiskannanir eðlilega hafa hrist upp í röðum sjálfstæðismanna. „Þegar illa gengur fer fólk að endurmeta stöðuna og hvort rétt sé að skipta um þjálfara eða forystu. En nú er mjög stutt til kosninga og mér finnst það ekki koma til greina að fara skipta út formanni. Hins vegar er Hanna Birna Kristjánsdóttir varaformaður flokksins og mér finnst mjög eðillegt að henni sé teflt meira fram enda nýtur hún trausts langt út fyrir raðir flokksins." Kosningar 2013 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Vaxandi þrýstingur er í röðum Sjálfstæðismanna um að Bjarni Benediktsson víki til hliðar og láti Hönnu Birnu Kristjánsdóttur um að leiða kosningabaráttuna. Stjórnmálafræðingur og fyrrverandi frambjóðandi flokksins segir hins vegar sögur um að Bjarni eigi að víkja til hliðar ekki trúverðugar. Sjálfstæðimenn leita leiða til að byggja upp traust á flokknum fyrir kosningar og hefur mikið verið fundað innan flokksins síðustu daga til að ákveða hvernig best sé að haga kosningabaráttunni. Einhverjir hafa rætt um að réttast væri að Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, myndi stíga til hliðar og að Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, yrði falið að leiða flokkinn fram að kosningum. Þau skipti yrðu þá svipuð og urðu í borgarstjórn Reykjavíkur árið 1994. Þá sagði Markús Örn Antonsson af sér sem borgarstjóri skömmu fyrir kosningar eftir að skoðanakannanir höfðu leitt í ljós að flokkurinn ætti undir högg að sækja í borginni. Árna Sigfússyni var þess í stað fengið embættið. Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingur og fyrrverandi frambjóðandi sjálfstæðismannsins, segir sögur sem þessar heldur ótrúverðugar og lykta af taugaveiklun. Stefanía segir formannaskipti skömmu fyrir kosningar hafi ekki tekist vel árið 1994 þegar 75 dagar voru til kosningar en nú eru 23 dagar til kosninga. „Formannaskiptin gáfust ekki vel og því Sjálfstæðisflokkurinn tapaði þá meirihlutanum til Reykjavíkurlistans og hefur aldrei endurheimt fylgi sitt síðan. Þannig ef menn ætla líta til þeirrar reynslu ættu þeir að meta það sem svo að það væri víti til að varast." Stefanía segir fylgiskannanir eðlilega hafa hrist upp í röðum sjálfstæðismanna. „Þegar illa gengur fer fólk að endurmeta stöðuna og hvort rétt sé að skipta um þjálfara eða forystu. En nú er mjög stutt til kosninga og mér finnst það ekki koma til greina að fara skipta út formanni. Hins vegar er Hanna Birna Kristjánsdóttir varaformaður flokksins og mér finnst mjög eðillegt að henni sé teflt meira fram enda nýtur hún trausts langt út fyrir raðir flokksins."
Kosningar 2013 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira