Rangfærslum svarað Sigmar Guðmundsson skrifar 18. janúar 2012 06:00 Kristín Þorsteinsdóttir, fyrrverandi starfsmaður Baugs, skrifar grein í Fréttablaðið í gær um umfjöllun Kastljóss um stefnu slitastjórnar Glitnis gegn helstu stjórnendum bankans og eigendum. Í grein sinni fullyrðir Kristín að stefnan sé „lesin upp orðrétt í Kastljósi Ríkisútvarpsins, þann 12. janúar síðastliðinn án nokkurra athugasemda, eins og um hreinan sannleika sé að ræða". Allir áhorfendur Kastljóss sáu þetta kvöld að Jón Ásgeir Jóhannesson fékk mikið rými fyrir athugasemdir sínar í þættinum. Hann vildi reyndar ekki koma í viðtal, en Kastljós vann innslag um þær athugasemdir sem hann vildi koma á framfæri eftir að hafa verið í tölvupóstsamskiptum við hann sama dag. Jón Ásgeir fékk því að sjálfsögðu að svara þeim atriðum sem Kastljós fjallaði um upp úr stefnu slitastjórnar Glitnis. Lárusi Welding stóð það einnig til boða og líka Katrínu Pétursdóttur, fyrrum stjórnarmanni í Glitni, en þau svöruðu ekki skilaboðum Kastljóss. Kristín skautar einnig fram hjá því að á RÚV hefur talsvert verið fjallað um stefnu slitastjórnar í Bandaríkjunum. Niðurstöðum þess málareksturs hafa verið gerð ágæt skil og því fremur langsótt að gefa í skyn að á Glitnismenn halli í því. Auðvitað birtir RÚV fréttir upp úr stefnu slitastjórnar Glitnis. Skárra væri það nú! Kastljós og fréttastofa RÚV gera áhorfendum sínum að sjálfsögðu grein fyrir slíkri frétt um leið og hún liggur fyrir. Og þess er vandlega gætt að þeir sem fjallað er um fái tækifæri til að svara. Kristín vísar mikið í þau gildi sem voru viðhöfð þegar hún vann á RÚV. Þau hafa ekki breyst og það skal fullyrt hér að Kristín Þorsteinsdóttir hefði ekki legið á slíkri frétt, enda ekki þekkt fyrir að sitja á skúbbum sínum. Hitt er síðan rétt sem Kristín segir að skilanefndar- og slitastjórnarmenn mættu vera mun duglegri við að mæta í viðtöl og eftir atvikum svara fjölmiðlamönnum. En það gildir líka um þá menn sem Kristín er nú að verja. Fyrrum starfsmenn föllnu bankanna, eigendur þeirra og stjórnendur, svara líka seint og illa og neita að mæta í viðtöl. Og Kristín segir að á þeim tíma sem hún vann á RÚV hafi „drottningarviðtöl" ekki verið komin til sögunnar. Stutt leit í fréttasafni RÚV segir nú reyndar þá sögu að viðtöl þar sem spyrill er einn með viðmælanda hafa tíðkast hér um áratuga skeið, rétt eins og annarstaðar. Kristín tók líka þannig viðtöl, bæði við stjórnmálamenn og aðra. Grein Kristínar er samstofna grein sem níu lögmenn skrifuðu á dögunum eftir að Kastljós fjallaði um meinta markaðsmisnotkun bankanna. Þar var stefið það sama; vondir fjölmiðlar eru ósanngjarnir við stjórnendur og eigendur föllnu bankanna sem ekki fá að bera hönd fyrir höfuð sér. Á einhvern undraverðan hátt tókst níu sprenglærðum lögmönnum að „gleyma" því að í þeirri umfjöllun Kastljóss var öllum þeim sem fjallað var um boðið að tjá sig eða koma með athugasemdir. Enginn þáði það. Svo er vaðið fram á ritvöllinn og kvartað undan „einhliða" umfjöllun! Almenningur í þessu landi á rétt á því að vita hvers vegna hér varð heilt bankahrun. Þau mál eru nú til meðferðar hjá rannsakendum og dómstólum og það er skylda fjölmiðla að fjalla um þau. Stundum komast fjölmiðlar yfir upplýsingar sem ekki eru opinberar. Þá á fjölmiðillinn að meta hvort efnið sé fréttnæmt og eigi erindi til almennings. Og stefna slitastjórnar Glitnis og kærur fjármálaeftirlitsins til sérstaks saksóknara eru fréttnæmar. Viðbrögð stefndra og sakborninga einnig. Svo einfalt er það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Mest lesið Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen skrifar Skoðun Villuljós í varnarstarfi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Opið bréf til Loga Einarssonar Jón Ingi Bergsteinsson skrifar Skoðun Hagsmunir stúdenta eru hagsmunir háskóla Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar Skoðun Óviðunandi viðhaldsleysi á vegum Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Aðlögun – að laga sig að lífinu Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands þarfnast afburðaleiðtoga Snorri Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar lífið snýst á hvolf Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir skrifar Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak skrifar Skoðun Tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson skrifar Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Kristín Þorsteinsdóttir, fyrrverandi starfsmaður Baugs, skrifar grein í Fréttablaðið í gær um umfjöllun Kastljóss um stefnu slitastjórnar Glitnis gegn helstu stjórnendum bankans og eigendum. Í grein sinni fullyrðir Kristín að stefnan sé „lesin upp orðrétt í Kastljósi Ríkisútvarpsins, þann 12. janúar síðastliðinn án nokkurra athugasemda, eins og um hreinan sannleika sé að ræða". Allir áhorfendur Kastljóss sáu þetta kvöld að Jón Ásgeir Jóhannesson fékk mikið rými fyrir athugasemdir sínar í þættinum. Hann vildi reyndar ekki koma í viðtal, en Kastljós vann innslag um þær athugasemdir sem hann vildi koma á framfæri eftir að hafa verið í tölvupóstsamskiptum við hann sama dag. Jón Ásgeir fékk því að sjálfsögðu að svara þeim atriðum sem Kastljós fjallaði um upp úr stefnu slitastjórnar Glitnis. Lárusi Welding stóð það einnig til boða og líka Katrínu Pétursdóttur, fyrrum stjórnarmanni í Glitni, en þau svöruðu ekki skilaboðum Kastljóss. Kristín skautar einnig fram hjá því að á RÚV hefur talsvert verið fjallað um stefnu slitastjórnar í Bandaríkjunum. Niðurstöðum þess málareksturs hafa verið gerð ágæt skil og því fremur langsótt að gefa í skyn að á Glitnismenn halli í því. Auðvitað birtir RÚV fréttir upp úr stefnu slitastjórnar Glitnis. Skárra væri það nú! Kastljós og fréttastofa RÚV gera áhorfendum sínum að sjálfsögðu grein fyrir slíkri frétt um leið og hún liggur fyrir. Og þess er vandlega gætt að þeir sem fjallað er um fái tækifæri til að svara. Kristín vísar mikið í þau gildi sem voru viðhöfð þegar hún vann á RÚV. Þau hafa ekki breyst og það skal fullyrt hér að Kristín Þorsteinsdóttir hefði ekki legið á slíkri frétt, enda ekki þekkt fyrir að sitja á skúbbum sínum. Hitt er síðan rétt sem Kristín segir að skilanefndar- og slitastjórnarmenn mættu vera mun duglegri við að mæta í viðtöl og eftir atvikum svara fjölmiðlamönnum. En það gildir líka um þá menn sem Kristín er nú að verja. Fyrrum starfsmenn föllnu bankanna, eigendur þeirra og stjórnendur, svara líka seint og illa og neita að mæta í viðtöl. Og Kristín segir að á þeim tíma sem hún vann á RÚV hafi „drottningarviðtöl" ekki verið komin til sögunnar. Stutt leit í fréttasafni RÚV segir nú reyndar þá sögu að viðtöl þar sem spyrill er einn með viðmælanda hafa tíðkast hér um áratuga skeið, rétt eins og annarstaðar. Kristín tók líka þannig viðtöl, bæði við stjórnmálamenn og aðra. Grein Kristínar er samstofna grein sem níu lögmenn skrifuðu á dögunum eftir að Kastljós fjallaði um meinta markaðsmisnotkun bankanna. Þar var stefið það sama; vondir fjölmiðlar eru ósanngjarnir við stjórnendur og eigendur föllnu bankanna sem ekki fá að bera hönd fyrir höfuð sér. Á einhvern undraverðan hátt tókst níu sprenglærðum lögmönnum að „gleyma" því að í þeirri umfjöllun Kastljóss var öllum þeim sem fjallað var um boðið að tjá sig eða koma með athugasemdir. Enginn þáði það. Svo er vaðið fram á ritvöllinn og kvartað undan „einhliða" umfjöllun! Almenningur í þessu landi á rétt á því að vita hvers vegna hér varð heilt bankahrun. Þau mál eru nú til meðferðar hjá rannsakendum og dómstólum og það er skylda fjölmiðla að fjalla um þau. Stundum komast fjölmiðlar yfir upplýsingar sem ekki eru opinberar. Þá á fjölmiðillinn að meta hvort efnið sé fréttnæmt og eigi erindi til almennings. Og stefna slitastjórnar Glitnis og kærur fjármálaeftirlitsins til sérstaks saksóknara eru fréttnæmar. Viðbrögð stefndra og sakborninga einnig. Svo einfalt er það.
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen skrifar
Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar
Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun