Innlent

Rannsaka hvað varð um muni úr einvígi aldarinnar

Skáksamband Íslands ætlar að skipa nefnd sem á að rannsaka hvað varð um muni, tengda svonefndu einvígi aldarinnar, þegar Boris Spassky og Bobby Fischer telfdu um heimsmeistaratitilinn í skák í Laugadalshöll árið 1972.



Nefndin á að skoða gögn Skáksambandsins , ræða við forsvarsmenn skákhreyfingarinnar í byrjun áttunda áratugarins og þá, sem tengjast sölu muna frá einvíginu. Á nefndin að kortleggja hvar þeir eru núna.



Tilefnið er frétt um að til standi að bjóða upp skákborðið , sem flestar skákirnar voru telfdar á, í uppboðshúsi í Kaupmannahöfn í júní.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×