Enski boltinn

Ronaldo getur tekið met af Púskas í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo. Mynd/Nordic Photos/Getty
Cristano Ronaldo, leikmaður Real Madrid, vantar nú aðeins tvö mörk í það að skora sitt hundraðasta deildarmark fyrir Real en Ronaldo sem er á þriðja tímabili með félaginu hefur skorað 98 mörk í 90 leikjum í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Real Madrid mætir Villareal klukkan 20.30 í kvöld í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Lionel Messi skoraði þrennu fyrir Barcelona í gær og er þar með orðinn markahæsti leikmaður spænsku deildarinnar með 34 mörk en þar sem þeir félagar hafa jafnan skipts á því að eiga stórleiki þá búast menn við miklu af Ronaldo í kvöld.

Skori Ronaldo tvö mörk á móti Villareal þá bæti hann félagsmet Ference Púskas. Ungverski snillingurinn skoraði sitt hundraðasta deildarmark fyrir Real í leik númer 105. Ronaldo er reyndar búinn að missa af metinu í spænsku deildinni en Isidro Lángara Galarraga, sem lék með Real Oviedo á fjórða áratug síðustu aldar, skoraði hundraðasta markið sitt í leik númer 82.

Cristano Ronaldo hefur skorað 32 mörk í 27 leikjum í spænsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili en hann var búinn að skora í fimm deildarleikjum í röð þegar honum mistókst að skora í 1-1 jafntefli á móti Malaga um síðustu helgi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×