Hafi snúist hugur og vilji nú fara til Liverpool Valur Páll Eiríksson skrifar 19. september 2024 10:32 Zubimendi í baráttunni við Vinicius Junior í 2-0 tapi Sociedad fyrir Real Madrid síðustu helgi. Juan Manuel Serrano Arce/Getty Images Martin Zubimendi, miðjumaður Real Sociedad og spænska landsliðsins í fótbolta, er sagður vilja fara til Liverpool á Englandi. Örfáar vikur eru síðan hann hafnaði félaginu. Um þetta er fjallað í spænskum og breskum fjölmiðlum í dag. Zubimendi var nálægt því að ganga í raðir Liverpool í sumar og enska félagið var búið að komast að samkomulagi við bæði leikmann og félag um kaupverð þegar skiptin féllu upp fyrir. Fögur er hlíðin Fréttir í sumar hermdu að Sociedad hafi gert mikið til að sannfæra miðjumanninn um að halda kyrru fyrir og meðal annars sýnt honum myndband af öllu því sem hann myndi sakna í heimabæ sínum, San Sebastian, þar sem Sociedad er staðsett. Á fjölda funda milli Zubimendi og stjórnenda hjá félaginu var leikmanninum bent á hversu gott líf hans væri í San Sebastian. Rætt hafi verið um baskneska matargerð og að hann myndi sakna áhugamáls síns að ganga upp Ulia-fjall sem liggur við borgina. Með því tókst stjórnendum félagsins að sannfæra Zubimendi um að fara ekki fet. Þó hafa fréttir frá Spáni hermt að Zubimendi bíði nýs samnings frá félaginu eftir að hafa haldið kyrru fyrir en forseti félagsins, Jokin Aperribay, vísaði sögusögnum af kröfum Zubimendi um nýjan samning á bug á dögunum. Nú segir sagan að hann sjái eftir því að vera áfram hjá Sociedad. Zubimendi hafi komið þeim skilaboðum áleiðis til Bítlaborgarinnar og vilji skipta frá Sociedad til Liverpool þegar félagsskiptaglugginn opnar í janúar. Zubimendi sé ekki ánægður með stöðu sína hjá Real Sociedad en félagið hefur ekki farið vel af stað í spænsku deildinni og situr í 16. sæti deildarinnar með aðeins fjögur stig eftir sex leiki. Gravenberch blómstrað í hans stöðu Öllu betur hefur gengið hjá Liverpool, þrátt fyrir slakt 1-0 tap fyrir Nottingham Forest síðustu helgi, en liðið er með níu stig eftir fyrstu fjórar umferðirnar í ensku úrvalsdeildinni. Hollendingurinn Ryan Gravenberch hefur blómstrað í stöðunni sem Zubimendi væri að líkindum að spila hjá þeim rauðklæddu. Hann hefur leikið vel í upphafi leiktíðar og var valinn maður leiksins í 3-1 sigri Liverpool á AC Milan í Meistaradeild Evrópu í fyrrakvöld. Zubimendi er liðsfélagi Orra Steins Óskarssonar hjá baskneska félaginu. Orri Steinn kom til liðsins frá FC Kaupmannahöfn undir lok félagsskiptagluggans og hefur spilað þrjá leiki, alla af varamannabekknum. Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Sjá meira
Um þetta er fjallað í spænskum og breskum fjölmiðlum í dag. Zubimendi var nálægt því að ganga í raðir Liverpool í sumar og enska félagið var búið að komast að samkomulagi við bæði leikmann og félag um kaupverð þegar skiptin féllu upp fyrir. Fögur er hlíðin Fréttir í sumar hermdu að Sociedad hafi gert mikið til að sannfæra miðjumanninn um að halda kyrru fyrir og meðal annars sýnt honum myndband af öllu því sem hann myndi sakna í heimabæ sínum, San Sebastian, þar sem Sociedad er staðsett. Á fjölda funda milli Zubimendi og stjórnenda hjá félaginu var leikmanninum bent á hversu gott líf hans væri í San Sebastian. Rætt hafi verið um baskneska matargerð og að hann myndi sakna áhugamáls síns að ganga upp Ulia-fjall sem liggur við borgina. Með því tókst stjórnendum félagsins að sannfæra Zubimendi um að fara ekki fet. Þó hafa fréttir frá Spáni hermt að Zubimendi bíði nýs samnings frá félaginu eftir að hafa haldið kyrru fyrir en forseti félagsins, Jokin Aperribay, vísaði sögusögnum af kröfum Zubimendi um nýjan samning á bug á dögunum. Nú segir sagan að hann sjái eftir því að vera áfram hjá Sociedad. Zubimendi hafi komið þeim skilaboðum áleiðis til Bítlaborgarinnar og vilji skipta frá Sociedad til Liverpool þegar félagsskiptaglugginn opnar í janúar. Zubimendi sé ekki ánægður með stöðu sína hjá Real Sociedad en félagið hefur ekki farið vel af stað í spænsku deildinni og situr í 16. sæti deildarinnar með aðeins fjögur stig eftir sex leiki. Gravenberch blómstrað í hans stöðu Öllu betur hefur gengið hjá Liverpool, þrátt fyrir slakt 1-0 tap fyrir Nottingham Forest síðustu helgi, en liðið er með níu stig eftir fyrstu fjórar umferðirnar í ensku úrvalsdeildinni. Hollendingurinn Ryan Gravenberch hefur blómstrað í stöðunni sem Zubimendi væri að líkindum að spila hjá þeim rauðklæddu. Hann hefur leikið vel í upphafi leiktíðar og var valinn maður leiksins í 3-1 sigri Liverpool á AC Milan í Meistaradeild Evrópu í fyrrakvöld. Zubimendi er liðsfélagi Orra Steins Óskarssonar hjá baskneska félaginu. Orri Steinn kom til liðsins frá FC Kaupmannahöfn undir lok félagsskiptagluggans og hefur spilað þrjá leiki, alla af varamannabekknum.
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Sjá meira