Enski boltinn

Willum Þór gaf stoð­sendingu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Leikmenn Birmingham fagna vel og innilega.
Leikmenn Birmingham fagna vel og innilega. Birmingham City

Willum Þór Willumsson lagði upp síðara mark Birmingham City í 2-0 útisigri á Rotherham í ensku C-deildinni. 

Willum Þór var sem fyrr í byrjunarliði Birmingham en hann hefur byrjað frábærlega hjá félaginu eftir að ganga til liðs við það frá Go Ahead Eagles í sumar.

Tomoki Iwata kom gestunum frá Birmingham yfir strax á 14. mínútu og aðeins átta mínútum hafði stjörnuframherji liðsins, Jay Stansfield, tvöfaldað forystuna eftir sendingu íslenska miðjumannsins.

Mörkin urðu ekki fleiri í leiknum og vann Birmingham City 2-0 sigur. Willum Þór spilaði allan leikinn á meðan Alfons Sampsted kom inn af bekknum á 79. mínútu. 

Birmingham er áfram í 2. sæti deildarinnar á markatölu en Hollywood-lið Wrexham er sem stendur á toppi C-deildar eftir að hafa leikið leik meira en Íslendingalið Birmingham.

María Þórisdóttir spilaði þá allan leikinn í 4-0 sigri Brighton & Hove Albion á Everton í Ofurdeild kvenna á Englandi.. Kiko Seike skoraði þrennu í liði Brighton og Fran Kirby gerði eitt af vítapunktinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×