Díaz með tvö og Liverpool tyllti sér á toppinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Luis Díaz kemur Liverpool yfir gegn Bournemouth.
Luis Díaz kemur Liverpool yfir gegn Bournemouth. getty/Andrew Powell

Liverpool vann öruggan sigur á Bournemouth, 3-0, í ensku úrvalsdeildinni í dag. Suður-Ameríkumennirnir Luis Díaz og Darwin Núnez sáu um markaskorun Rauða hersins.

Antoine Semenyo skoraði fyrir Bournemouth snemma leiks en markið var dæmt af vegna rangstöðu.

Eftir það tók Liverpool völdin og Díaz kom liðinu yfir á 26. mínútu eftir slæmt úthlaup Kepa Arrizabalaga, markvarðar Bournemouth. Aðeins tveimur mínútum síðar skoraði Díaz öðru sinni.

Á 37. mínútu var svo komið að Núnez sem skoraði sitt fyrsta mark á tímabilinu með glæsilegu skoti í stöng og inn. Fleiri urðu mörkin ekki og Liverpool fór með sigur af hólmi, 3-0.

Með sigrinum komst Liverpool á topp deildarinnar og verður þar þangað til leik Manchester City og Arsenal lýkur. Liverpool er með tólf stig eftir fimm leiki. Bournemouth er með fimm stig í 13. sæti.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira