Farið fram á gæsluvarðhald yfir meintum morðingja 7. febrúar 2012 11:21 Skúlaskeið. Karlmaðurinn sem er grunaður um að hafa orðið konu að bana á heimili sínu í gær, er fyrir Héraðsdómi Reykjaness, þar sem farið er fram á gæsluvarðhald yfir honum. Dómari hefur ekki úrskurðað manninn í gæsluvarðhald, en maðurinn hefur margsinnis komist í kast við lögin þrátt fyrir ungan aldur. Hann var meðal annars dæmdur fyrir líkamsárás í Héraðsdómi Reykjaness fyrir rétt rúmum mánuði síðan. Þá rauf hann skilorð eftir að hafa verið dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi um hálfu ári áður. Maðurinn er 23 ára gamall og virðist hafa verið í mikill fíkniefnaneyslu í langan tíma. Neysluna fjármagnaði hann með innbrotum og þjófnaði. Þannig var hann meðal annars dæmdur fyrir fíkniefnalagabrot í júní 2011 þar sem hann reyndist vera með tæp fimm grömm af fíkniefnum á sér auk fjölda þjófnaðarbrota og innbrota. Maðurinn var óstaðsettur í hús þegar hann var dæmdur fyrir líkamsárás. Þá réðst hann á annan mann í Gistiskýlinu í Þingholtstræti og sló hann hnefahöggi. Gistiskýlið er fyrir heimilislaust fólk og er rekið af Reykjavíkurborg. Maðurinn gaf sig sjálfur fram á lögreglustöðina í Hafnarfirði í gærmorgun og greindi frá atviki sem hafði átt sér stað á heimili hans við Skúlaskeið. Fram kom í tilkynningu frá lögreglunni í gær að maðurinn væri grunaður um að hafa orðið konunni, sem er á fertugsaldri, að bana með eggvopni. Maðurinn og fórnarlambið þekktust og var konan gestkomandi á heimili hans við Skúlaskeið. Maðurinn var í annarlegu ástandi þegar hann kom á lögreglustöðina. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var fórnarlambið einnig í neyslu og eftir því sem fréttastofa kemst næst er talið að konan hafi verið myrt í aðfaranótt mánudags. Lögreglumál Morð í Skúlaskeiði 2012 Hafnarfjörður Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Fleiri fréttir Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Sjá meira
Karlmaðurinn sem er grunaður um að hafa orðið konu að bana á heimili sínu í gær, er fyrir Héraðsdómi Reykjaness, þar sem farið er fram á gæsluvarðhald yfir honum. Dómari hefur ekki úrskurðað manninn í gæsluvarðhald, en maðurinn hefur margsinnis komist í kast við lögin þrátt fyrir ungan aldur. Hann var meðal annars dæmdur fyrir líkamsárás í Héraðsdómi Reykjaness fyrir rétt rúmum mánuði síðan. Þá rauf hann skilorð eftir að hafa verið dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi um hálfu ári áður. Maðurinn er 23 ára gamall og virðist hafa verið í mikill fíkniefnaneyslu í langan tíma. Neysluna fjármagnaði hann með innbrotum og þjófnaði. Þannig var hann meðal annars dæmdur fyrir fíkniefnalagabrot í júní 2011 þar sem hann reyndist vera með tæp fimm grömm af fíkniefnum á sér auk fjölda þjófnaðarbrota og innbrota. Maðurinn var óstaðsettur í hús þegar hann var dæmdur fyrir líkamsárás. Þá réðst hann á annan mann í Gistiskýlinu í Þingholtstræti og sló hann hnefahöggi. Gistiskýlið er fyrir heimilislaust fólk og er rekið af Reykjavíkurborg. Maðurinn gaf sig sjálfur fram á lögreglustöðina í Hafnarfirði í gærmorgun og greindi frá atviki sem hafði átt sér stað á heimili hans við Skúlaskeið. Fram kom í tilkynningu frá lögreglunni í gær að maðurinn væri grunaður um að hafa orðið konunni, sem er á fertugsaldri, að bana með eggvopni. Maðurinn og fórnarlambið þekktust og var konan gestkomandi á heimili hans við Skúlaskeið. Maðurinn var í annarlegu ástandi þegar hann kom á lögreglustöðina. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var fórnarlambið einnig í neyslu og eftir því sem fréttastofa kemst næst er talið að konan hafi verið myrt í aðfaranótt mánudags.
Lögreglumál Morð í Skúlaskeiði 2012 Hafnarfjörður Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Fleiri fréttir Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Sjá meira