Enski boltinn

Cristiano Ronaldo: Spænska deildin er betri en sú enska

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cristiano Ronaldo, framherji Real Madrid, er sannfærður um að hann sé að spila í bestu deild í heimi. Flestir líta á sem svo að enska úrvalsdeildin sé besta fótboltadeildin í dag en Portúgalinn er ekki sammála. Hann er á sínu þriðja tímabili með Real Madrid.

„Ég lærði grunnreglurnar í fótbolta þegar ég var hjá Manchester United og ekki síst það að hvernig er best sé haga sér í tæklingum. Spænska deildin er samt sú besta í heimi af því að hún snýst um tækni og leikni leikmannanna," sagði Cristiano Ronaldo þar sem hann var staddur í Dúbæ til að taka á móti viðurkenningu.

Cristiano Ronaldo er með samning hjá Real Madrid til ársins 2015 og hann er ekkert tilbúinn að ræða við það sem tekur við þá.

„Ég vil ekkert vera að hugsa um það sem gerist í framtíðinni og ætla mér bara að njóta hvers dags fyrir sig," sagði Cristiano Ronaldo.

Ronaldo er með 20 mörk og 7 stoðsendingar í 16 leikjum í spænsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili og hefur alls skorað 86 mörk í 79 deildarleikum með Real Madrid. Hann skoraði 84 mörk í 196 deildarleikjum með Manchester United frá 2003 til 2009.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×