Enski boltinn

Dregið í Meistaradeildinni í dag - í beinni á Vísi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Arsenal komst áfram með sigri á Udinese í gær. Hér er Robin van Persie í baráttunni.
Arsenal komst áfram með sigri á Udinese í gær. Hér er Robin van Persie í baráttunni. Nordic Photos / Getty Images
Dregið verður í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í dag en þrjú ensk lið - Manchester United, Chelsea og Arsenal - eru í efsta styrkleikaflokki af fjórum.

Manchester City er hins vegar í þriðja styrkleikaflokki og getur því mætt stórliðum á borð við Barcelona, Real Madrid, Bayern München og Inter Milan í riðlakeppninni. City er nú að keppa í Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn.

Arsenal tryggði sér þátttökurétt í riðlakeppninni með 2-1 sigur á Udinese á Ítalíu í gær og samanlagt 3-1.

Dregið verður klukkan 15.45 í dag og verður hægt að fylgjast með honum í beinni sjónvarpsútsendingu hér á Vísi. Það verður nánar auglýst síðar.

1. styrkleikaflokkur:

Manchester United

Barcelona

Chelsea

Bayern München

Arsenal

Real Madrid

Porto

Internazionale

2. styrkleikaflokkur:

Shakhtar Donetsk

Lyon

Villarreal

AC Milan

Valencia

Marseille

CSKA Moscow

Benfica

3. styrkleikaflokkur:

Zenit St. Pétursborg

Manchester City

Olympiakos

Ajax

Bayer Leverkusen

BATE Borisov

Basle Lille

4. styrkleikaflokkur:

Borussia Dortmund

Trabzonspor

Dinamo Zagreb

Napoli

APOEL Nicosia

Genk

Otelul Galati

Viktoria Plzen




Fleiri fréttir

Sjá meira


×