Guðmundur Franklín Jónsson: Spilling lífeyrissjóðanna? 3. maí 2010 05:00 Mikið hefur verið talað um ábyrgð íslenskra lífeyrissjóða á hruninu. Í stjórnum sjóðanna eru menn sem borga sjáfum sér tugi milljóna í árslaun og aðra bitlinga og hafa fulltrúa í stjórnum fyrirtækja, banka, stofnana og eiga sterk ítök í íslensku viðskiptalífi. Stjórnarseta í lífeyrissjóði hefur tryggt þröngum hóp bæði völd og hlunnindi. Haldið er fram að virði eigna lífeyrirssjóðanna séu komnar í það sama og fyrir hrun. Hér varð stærsta gengisfelling íslenskrar hagsögu. Ef einhverjir hefðu átt að sjá hrunið fyrir, þá eru það lífeyrissjóðsforkólfarnir, höfundar íslensks krosseignarhalds. Fólkið í landinu á lífeyrissjóðina og það er löngu kominn tími á uppstokkun í lífeyrissjóðakerfinu og lúsahreinsun þarf að fara fram. Í dag er það almennt viðurkennt að það var ekki heil brú í verðmati á íslenskum fyrirtækjum á markaði og fjárfestingum lífeyrissjóðanna. Oftar en ekki var það reglan að eftir óefnislegar eignir, „goodwill", voru dregnar frá heildar eignum var niðurstaðan neikvætt eigið fé. Flest öll þessara fyrirtækja eru farin af markaði. Eitt fyrirtæki sem er enn í sérstöku uppáhaldi hjá íslenskum lífeyrissjóðum, stoðtækjafyrirtækið Össur er t.d. með neikvætt eigið fé upp eftir frádrátt óefnislegra eigna og yfir 80% félagsins eru á höndum fárra aðila. Össur hefur hækkað um meira en helming frá hruninu. Eru það lífeyrissjóðirnir sem hafa haldið uppi verðinu s.s. markaðs misnotkun? Lífeyrissjóðirnir hafa lítið breyst, þeim er stjórnað af sömu einstaklingunum. Það er ljóst að það að fara verður fram önnur opinber rannsókn á starfsháttum lífeyrissjóðanna. Sérstaklega eftir „kattaræðu" forsætisráðherra þar sem hún gaf til kynna að fleiri opinberar rannsóknir gætu verið í farvatninu, hún sagði m.a. „Það verður forvitnilegt að sjá hvernig þessu verða gerð skil í rannsóknarskýrslunni, en ég hef þegar ákveðið að verði þau ekki ítarleg mun ég beita mér fyrir setningu laga um sérstaka rannsókn á einkavæðingunni (bankanna)" Ef aðkoma lífeyrissjóðanna og verkalýðshreyfingarinnar að hruninu verður ekki rannsökuð, komumst við aldrei að sannri niðurstöðu hvað olli hruninu. Hvað þurfa íbúar þessa lands að þola miklar skerðingar í viðbót á lífeyri sínum á meðan spillingin í stjórnun og stjórnum lífeyrissjóða grasserar. Eru tvær þjóðir í þessu landi? Höfundur er viðskiptafræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið talað um ábyrgð íslenskra lífeyrissjóða á hruninu. Í stjórnum sjóðanna eru menn sem borga sjáfum sér tugi milljóna í árslaun og aðra bitlinga og hafa fulltrúa í stjórnum fyrirtækja, banka, stofnana og eiga sterk ítök í íslensku viðskiptalífi. Stjórnarseta í lífeyrissjóði hefur tryggt þröngum hóp bæði völd og hlunnindi. Haldið er fram að virði eigna lífeyrirssjóðanna séu komnar í það sama og fyrir hrun. Hér varð stærsta gengisfelling íslenskrar hagsögu. Ef einhverjir hefðu átt að sjá hrunið fyrir, þá eru það lífeyrissjóðsforkólfarnir, höfundar íslensks krosseignarhalds. Fólkið í landinu á lífeyrissjóðina og það er löngu kominn tími á uppstokkun í lífeyrissjóðakerfinu og lúsahreinsun þarf að fara fram. Í dag er það almennt viðurkennt að það var ekki heil brú í verðmati á íslenskum fyrirtækjum á markaði og fjárfestingum lífeyrissjóðanna. Oftar en ekki var það reglan að eftir óefnislegar eignir, „goodwill", voru dregnar frá heildar eignum var niðurstaðan neikvætt eigið fé. Flest öll þessara fyrirtækja eru farin af markaði. Eitt fyrirtæki sem er enn í sérstöku uppáhaldi hjá íslenskum lífeyrissjóðum, stoðtækjafyrirtækið Össur er t.d. með neikvætt eigið fé upp eftir frádrátt óefnislegra eigna og yfir 80% félagsins eru á höndum fárra aðila. Össur hefur hækkað um meira en helming frá hruninu. Eru það lífeyrissjóðirnir sem hafa haldið uppi verðinu s.s. markaðs misnotkun? Lífeyrissjóðirnir hafa lítið breyst, þeim er stjórnað af sömu einstaklingunum. Það er ljóst að það að fara verður fram önnur opinber rannsókn á starfsháttum lífeyrissjóðanna. Sérstaklega eftir „kattaræðu" forsætisráðherra þar sem hún gaf til kynna að fleiri opinberar rannsóknir gætu verið í farvatninu, hún sagði m.a. „Það verður forvitnilegt að sjá hvernig þessu verða gerð skil í rannsóknarskýrslunni, en ég hef þegar ákveðið að verði þau ekki ítarleg mun ég beita mér fyrir setningu laga um sérstaka rannsókn á einkavæðingunni (bankanna)" Ef aðkoma lífeyrissjóðanna og verkalýðshreyfingarinnar að hruninu verður ekki rannsökuð, komumst við aldrei að sannri niðurstöðu hvað olli hruninu. Hvað þurfa íbúar þessa lands að þola miklar skerðingar í viðbót á lífeyri sínum á meðan spillingin í stjórnun og stjórnum lífeyrissjóða grasserar. Eru tvær þjóðir í þessu landi? Höfundur er viðskiptafræðingur
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun