Umfjöllun: Markalaust hjá Íslandi og Mexíkó Hjalti Þór Hreinsson skrifar 24. mars 2010 23:45 Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari. Ísland gerði jafntefli við Mexíkó í vináttulandsleik í Charlotte í Bandaríkjunum í nótt. Hvorugt liðið náði að skora en báðar þjóðir stilltu upp b-liði í leiknum. Íslenska liðið hefði átt að nýta mörg föst leikatriði betur en það gerði í kvöld en þrátt fyrir að vera minna með boltann var það síst lakari aðilinn fyrir framan 70.000 áhorfendur á Bank of America leikvangnum. Íslenska liðið náði nokkrum ágætum sóknum í fyrri hálfleiknum en það fór illa með þau fáu tækifæri sem gáfust. Úrslitasendingar voru ónákvæmar og marki Mexíkóa var ekki mikið ógnað. Að sama skapi var landslið Mexíkó arfadapurt og áhugalaust. Ótrúlegt miðað við menn sem voru að spila upp á að komast á HM í sumar. Valur Fannar átti þó í nokkrum vandræðum í hálfleiknum en vann sig svo vel inn í leikinn. Jón Guðni Fjóluson átti besta færi Íslands á lokamínútunni þegar skot hans úr aukaspyrnu var ágætlega varið. Jón átti fínan leik í vörn Íslands. Besta færi Mexíkó var skalli sem fór rétt framhjá markinu. Eitt það skemmtilegasta við leikinn var sjónarspilið þegar skeleggur áhorfandi hljóp inn á völlinn í upphafi síðari hálfleiks. Hann tók á endanum í höndina á einum leikmanni Mexíkó áður en öryggisvörður tæklaði hann niður. Glæsileg tækling þar á ferð, líklega sú besta og grófasta á Bank of America vellinum í kvöld. Áhorfandinn var svo handjárnaður og leiddur skælbrosandi í burtu. Mexíkóar voru öllu meira með boltann en sem fyrr sköpuðu þeir ekki mikið. Eitt skot þeirra sleikti þverslánna og fór yfir en annars voru færin í besta falli hálffæri, fyrir utan skalla sem Gunnleifur varði í uppbótartíma. Kolbeinn, sem var duglegur að láta finna fyrir sér í seinni hálfleiknum, fékk besta færi Íslands. Skot hans úr erfiðri stöðu fór langt yfir markið. Hann átti einnig skot úr aukaspyrnu af álitlegum stað, einnig langt yfir markið. Íslenska liðið hélt boltanum illa innan liðsins og treysti sem fyrr á hröð upphlaup og föst leikatriði, án árangurs. Gott dæmi um það er þegar Steinþór Freyr átti fínan sprett upp allan völlinn og fékk á endanum aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateiginn. Enn og aftur fór aukaspyrna af álitlegum stað í súginn þegar Bjarni skaut í vegginn. Gunnleifur varði vel í blálok leiksins skalla af stuttu færi en niðurstaðan markalaust jafntefli í hefðbundnum æfingaleik, þar sem enginn vildi meiðast og hraðinn var lítill. Athyglisvert var að Ólafur Jóhannesson notaði aðeins tvær skiptingar í leiknum, báðar rétt fyrir leikslok. Kolbeinn var duglegur í leiknum og Arnór góður. Þá sýndi Steinþór lipra spretti og Gunnleifur var mjög öruggur í markinu.Lið Íslands: Gunnleifur Gunnleifsson; Skúli Jón Friðgeirsson, Arnór Sveinn Aðalsteinsson; Valur Fannar Gíslason, Jón Guðni Fjóluson; Bjarni Guðjónsson, fyrirliði, Guðmundur Kristjánsson og Matthías Vilhjálmsson; Steinþór Freyr Þorsteinsson (87. Gunnar Örn Jónsson), Jóhann Berg Guðmundsson (83. Atli Guðnason); Kolbeinn Sigþórsson. Íslenski boltinn Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Sjá meira
Ísland gerði jafntefli við Mexíkó í vináttulandsleik í Charlotte í Bandaríkjunum í nótt. Hvorugt liðið náði að skora en báðar þjóðir stilltu upp b-liði í leiknum. Íslenska liðið hefði átt að nýta mörg föst leikatriði betur en það gerði í kvöld en þrátt fyrir að vera minna með boltann var það síst lakari aðilinn fyrir framan 70.000 áhorfendur á Bank of America leikvangnum. Íslenska liðið náði nokkrum ágætum sóknum í fyrri hálfleiknum en það fór illa með þau fáu tækifæri sem gáfust. Úrslitasendingar voru ónákvæmar og marki Mexíkóa var ekki mikið ógnað. Að sama skapi var landslið Mexíkó arfadapurt og áhugalaust. Ótrúlegt miðað við menn sem voru að spila upp á að komast á HM í sumar. Valur Fannar átti þó í nokkrum vandræðum í hálfleiknum en vann sig svo vel inn í leikinn. Jón Guðni Fjóluson átti besta færi Íslands á lokamínútunni þegar skot hans úr aukaspyrnu var ágætlega varið. Jón átti fínan leik í vörn Íslands. Besta færi Mexíkó var skalli sem fór rétt framhjá markinu. Eitt það skemmtilegasta við leikinn var sjónarspilið þegar skeleggur áhorfandi hljóp inn á völlinn í upphafi síðari hálfleiks. Hann tók á endanum í höndina á einum leikmanni Mexíkó áður en öryggisvörður tæklaði hann niður. Glæsileg tækling þar á ferð, líklega sú besta og grófasta á Bank of America vellinum í kvöld. Áhorfandinn var svo handjárnaður og leiddur skælbrosandi í burtu. Mexíkóar voru öllu meira með boltann en sem fyrr sköpuðu þeir ekki mikið. Eitt skot þeirra sleikti þverslánna og fór yfir en annars voru færin í besta falli hálffæri, fyrir utan skalla sem Gunnleifur varði í uppbótartíma. Kolbeinn, sem var duglegur að láta finna fyrir sér í seinni hálfleiknum, fékk besta færi Íslands. Skot hans úr erfiðri stöðu fór langt yfir markið. Hann átti einnig skot úr aukaspyrnu af álitlegum stað, einnig langt yfir markið. Íslenska liðið hélt boltanum illa innan liðsins og treysti sem fyrr á hröð upphlaup og föst leikatriði, án árangurs. Gott dæmi um það er þegar Steinþór Freyr átti fínan sprett upp allan völlinn og fékk á endanum aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateiginn. Enn og aftur fór aukaspyrna af álitlegum stað í súginn þegar Bjarni skaut í vegginn. Gunnleifur varði vel í blálok leiksins skalla af stuttu færi en niðurstaðan markalaust jafntefli í hefðbundnum æfingaleik, þar sem enginn vildi meiðast og hraðinn var lítill. Athyglisvert var að Ólafur Jóhannesson notaði aðeins tvær skiptingar í leiknum, báðar rétt fyrir leikslok. Kolbeinn var duglegur í leiknum og Arnór góður. Þá sýndi Steinþór lipra spretti og Gunnleifur var mjög öruggur í markinu.Lið Íslands: Gunnleifur Gunnleifsson; Skúli Jón Friðgeirsson, Arnór Sveinn Aðalsteinsson; Valur Fannar Gíslason, Jón Guðni Fjóluson; Bjarni Guðjónsson, fyrirliði, Guðmundur Kristjánsson og Matthías Vilhjálmsson; Steinþór Freyr Þorsteinsson (87. Gunnar Örn Jónsson), Jóhann Berg Guðmundsson (83. Atli Guðnason); Kolbeinn Sigþórsson.
Íslenski boltinn Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Sjá meira