Ökumenn vilja skýrari reglur frá FIA 24. september 2008 10:43 Formúlu 1 ökumenn og ráðgjafar þeirra vilja skerpa á reglum um framúrakstur í Formúlu 1. Samtök Formúlu 1 ökumanna vill fá betri skýrari reglur á borðið frá FIA, eftir að áfrýjunardómstóll FIA staðfesti dóm yfir Lewis Hamilton frá Spa mótinu í Belgíu. Flestir ökumenn eru þó sammála um að Hamilton hafi brotið af sér, en vilja samt skerpa á ákveðnum reglum. Mál málanna er að fá á hreint á hvaða hátt ökumenn eiga bregðast við ef þeir skera beygjur ótæpilega, eins og Hamilton gerði þegar hann sótti að Kimi Raikkönen á Spa brautinni og komst þar með framúr. Tilskipun var gefinn út á Monza brautinni að ef svipað henti þar, þá ættu ökumenn að bíða eina beygju og reyna svo framúrakstur. Hamilton beið ekki boðanna á Spa og fékk skömm í hattinn fyrir. „Við verðum að finna betri lausn en að refsa mönnum eftir mót og við erum búnir að ræða þetta við FIA. Það eru núna malbikuð öryggissvæði meðfram mörgum beygjum og freistingin er að nota þau til að skera beygjurnar. Menn gera slíkt ekki þegar það eru grasbakkar meðfram beygjum," segir Pedro de la Rosa um málið. Hann er formaður öryggisnefndar Formúlu 1 ökumanna. Hann er í Singapúr og hefur skoðað aðstæður á brautinni og telur að engin hætta verði til staðar í mótinu, jafnvel þó það rigni. Spáð er þrumuveðri um mósthelgina og oftar en ekki rignir á kvöldin á þessum tíma í Singapúr, en allar æfingar, tímataka og kappakstur fara fram að kvöldlagi í borginni. Brautin verður því flóðlýst og er það í fyrsta skipti sem Formúlu 1 mót fer fram á flóðlýstri braut. Formúla Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Samtök Formúlu 1 ökumanna vill fá betri skýrari reglur á borðið frá FIA, eftir að áfrýjunardómstóll FIA staðfesti dóm yfir Lewis Hamilton frá Spa mótinu í Belgíu. Flestir ökumenn eru þó sammála um að Hamilton hafi brotið af sér, en vilja samt skerpa á ákveðnum reglum. Mál málanna er að fá á hreint á hvaða hátt ökumenn eiga bregðast við ef þeir skera beygjur ótæpilega, eins og Hamilton gerði þegar hann sótti að Kimi Raikkönen á Spa brautinni og komst þar með framúr. Tilskipun var gefinn út á Monza brautinni að ef svipað henti þar, þá ættu ökumenn að bíða eina beygju og reyna svo framúrakstur. Hamilton beið ekki boðanna á Spa og fékk skömm í hattinn fyrir. „Við verðum að finna betri lausn en að refsa mönnum eftir mót og við erum búnir að ræða þetta við FIA. Það eru núna malbikuð öryggissvæði meðfram mörgum beygjum og freistingin er að nota þau til að skera beygjurnar. Menn gera slíkt ekki þegar það eru grasbakkar meðfram beygjum," segir Pedro de la Rosa um málið. Hann er formaður öryggisnefndar Formúlu 1 ökumanna. Hann er í Singapúr og hefur skoðað aðstæður á brautinni og telur að engin hætta verði til staðar í mótinu, jafnvel þó það rigni. Spáð er þrumuveðri um mósthelgina og oftar en ekki rignir á kvöldin á þessum tíma í Singapúr, en allar æfingar, tímataka og kappakstur fara fram að kvöldlagi í borginni. Brautin verður því flóðlýst og er það í fyrsta skipti sem Formúlu 1 mót fer fram á flóðlýstri braut.
Formúla Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira