Fótbolti

Slæm mistök hjá Kristni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kristinn Jakobsson að störfum í sumar.
Kristinn Jakobsson að störfum í sumar. Mynd/Daníel

Kristinn Jakobsson er búinn að dæma vítaspyrnu í leik Everton og Zenit St. Pétursborgar og reka leikmann rússneska liðsins út af í kjölfarið.

Tim Cahill komst framhjá markverði Zenit á 30. mínútu og skaut að marki. Varnarmaður Zenit, Nicolas Lombaerts, varði skotið með bringunni en Kristinn dæmdi víti og rak hann út af fyrir að verja með höndinni.

Mikel Arteta brenndi síðan af vítinu og er því staðan í leiknum enn markalaus.

Sjónvarpsendirsýningar sýndu að um rangan dóm hefði verið að ræða.

Kristinn hefur þar að auki gefið tveimur leikmönnum Zenit áminningu í leiknum, þeim Pavel Pogrebnyak og Radek Sirl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×