Fótbolti

Ætlum ekki að liggja í vörn

Megson ætlar að sækja stig til Munchen í kvöld
Megson ætlar að sækja stig til Munchen í kvöld NordicPhotos/GettyImages

Fjöldi leikja er á dagskrá í Evrópukeppni félagsliða í kvöld og verður viðureign Bayern Munchen og Bolton sýnd beint á Sýn klukkan 18:55. Þjálfarar liðanna hafa lagt línurnar fyrir einvígið í Munchen.

Ottmar Hitzfeld, þjálfari Bayern, er búinn að fylgjast með tveimur leikjum með Bolton og hefur beðið sína menn að forðast að beita löngum sendingum á móti enska liðinu.

"Þeir eru með stóra menn í vörninni og það þýðir ekkert að beita háum sendingum á móti þeim, frekar en öðrum enskum liðum. Við höfum því einbeitt okkur að því að æfa stutta spilið á æfingum síðustu daga," sagði Hitzfeld.

Bolton verður án sterkra lykilmanna í leiknum í kvöld þar sem þeir Nicolas Anelka, El-Hadji Diouf og Ivan Campo missa af leiknum vegna meiðsla. Gary Megson segist þó ekki ætla til Þýskalands til að pakka í vörn og reyna að halda jöfnu.

"Við förum ekki til Þýskalands til að leggjast í vörn og satt best að segja fer það okkur ekkert sérstaklega vel að verja stöðuna 0-0. Keppnisfyrirkomulagið er líka þannig að menn verða að reyna að ná í stig og það er stefna okkar," sagði Megson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×