Fótbolti

Jol kvaddi með tapi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Braulio skoraði sigurmark Getafe gegn Tottenham í kvöld.
Braulio skoraði sigurmark Getafe gegn Tottenham í kvöld. Nordic Photos / Getty Images

Tottenham tapaði í kvöld fyrir Getafe, 2-1, á heimavelli sínum í UEFA-bikarkeppninni. Þetta var kveðjuleikur Martin Jol knattspyrnustjóra Tottenham.

Jermain Defoe kom hins vegar Tottenham yfir snemma í leiknum en tveimur mínútum síðar jafnaði Ruben de la Red metin fyrir Getafe.

Það var svo Nobrega Braulio sem skoraði sigurmark leiksins með glæsilegri hælspyrnu í síðari hálfleik. Tottenham sótti stíft lokamínútur leiksins en tókst ekki að skora.

Bæði þessi lið eiga það sameiginlegt að vera á fallsvæði sinna deilda.

Portúgalska liðið Braga gerði heldur betur góða ferð til Bolton þar sem liðin skildu jöfn, 1-1. Þetta var þó ekki fyrsti leikur Bolton undir stjórn Gary Megson þar sem hann tekur ekki við starfinu fyrr en á morgun.

El-Hadji Diouf skoraði fyrir Bolton snemma í síðari hálfleik en Jailson jafnaði metin skömmu fyrir leikslok. Þrátt fyrir að markið kom seint þóttu úrslitin sanngjörn.

Everton var eina enska liðið sem vann sinn leik í kvöld en liðið vann góðan 3-1 heimasigur á gríska liðinu Larissa.

Tim Cahill kom Everton snemma yfir en þetta var fyrsti leikur hans eftir langvarandi meiðsli. Leon Osman skoraði annað mark Tottenham en Silva Clayeton minnkaði muninn fyrir Grikkina.

Victor Anichebe skoraði svo þriðja mark Everton seint í leiknum.

Úrslit leikjanna í UEFA-bikarkeppninni í kvöld:

A-riðill:

Zenit - AZ 1-1

Everton - Larissa 3-1

B-riðill:

Panathinaikos - Aberdeen 3-0

Lokomotiv Moskva - Atletico Madrid 3-3

C-riðill:

Elfsborg - AEK 1-1

Villarreal - Fiorentina 1-1

D-riðill:

Brann - Hamburg 0-1

Basel - Rennes 1-0

E-riðill:

Sparta - Zürich 1-2

Leverkusen - Toulouse 1-0

F-riðill:

Bolton - Braga 1-1

Rauða stjarnan - Bayern München 2-3

G-riðill:

Anderlecht - H. Tel-Aviv 2-0

Tottenham - Getafe 1-2

H-riðill:

Helsingborg - Panionios 1-1

Bordeaux - Galatasaray 2-1




Fleiri fréttir

Sjá meira


×