Fótbolti

Þjálfari Rosenborg hættur

Torum grét þegar hann tilkynnti brottför sína í gær
Torum grét þegar hann tilkynnti brottför sína í gær NordicPhotos/GettyImages

Rosenborg vann einn eftirminnilegasta sigur í sögu félagsins í gær þegar það skellti spænska stórliðinu Valencia 2-0 í Meistaradeildinni. Þjálfarinn Knut Tørum virðist hafa ákveðið að hætta á toppnum því hann sagði af sér eftir leikinn.

Tørum komst við á blaðamannafundi eftir leikinn þegar hann tilkynnti að hann væri hættur, en liðinu hefur gengið afleitlega í deildinni þrátt fyrir öskubuskuævintýrið í Meistaradeildinni þar sem liðið er komið með fjögur stig úr fyrstu þremur leikjunum.

"Rosenborg snýst alltaf um liðsheildina og ég vil ekki halda starfinu í eigingjörnum tilgangi. Ég yfirgef Rosenborg með mikið af jákvæðum minningum í farteskinu," sagði þjálfarinn sem tók við liðinu í fyrrasumar.

"Ég hef reynt að gera mitt besta með liðið en úrslitin sýna að árangurinn er ekki góður. Ég hef lært mikið á þessum tíma en síðustu vikur hafa verið mjög erfiðar," sagði Tørum.

Það verður Trond Henriksen sem tekur við liðinu út leiktíðina og verður hann sjötti þjálfari hinna 20-földu norsku meistara frá árinu 2002.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×