Erlent

Skógarbirnir í útrýmingarhættu

Aron Örn Þórarinsson skrifar
NordicPhotos/GettyImages

Skógarbirnir eru í mikilli útrýmingarhættu í Evrópsku Ölpunum. Aðeins er vitað af 38 skógarbjörnum á fjallasvæðunum samkvæmt skráningu umhverfissinna. Ekki er vitað um neinn skógarbjörn í Þýskalandi.

Skógarbirnir eru verndaðir í Evrópusambandinu en lífríki þeirra er ógnað með þeirri efnahagslegu þróun sem er í Ölpunum. Ár er liðið síðan Bruno, fyrsti skógarbjörninn sem sést hefur í Bavaria í 170 ár, var skotinn af þýskum veiðimanni. Þá var björninn kominn nálægt byggð og hafði drepið tugi kinda og hænsna. Vakti bjarnadrápið mikla reiði á meðal dýravina sem fannst að yfirvöld hefðu bara átt að svæfa björninn og flytja hann aftur út í óbyggðirnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×