Erlent

Gíslatöku lauk án blóðbaðs

Guðjón Helgason skrifar

Umsátri við sendiráð Rússa í San Jose, höfuðborg Kosta Ríka, lauk í nótt þegar tvítugur maður frá Kirgistan, sem hafi tekið annan mann í gíslingu þar, gaf sig fram við lögreglu.

Gíslatökumaðurinn mun hafa lent í deilum um peninga við Rússa fyrir utan sendiráðið. Rifrildið mun hafa magnast þar til kirgiski maðurinn ógnaði hinum með byssu, dró hann inn í sendiráðið og hélt honum þar. Engir aðrir voru teknir í gíslingu.

Móðir gíslatökumannsins kom þegar á vettvang og reyndi að tala um fyrir honum. Eftir nokkurra klukkustunda umsátursástand sleppti maðurinn gísl sínum og gaf sig fram við lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×