Símboðarnir sagðir koma frá ungversku skúffufélagi Samúel Karl Ólason skrifar 18. september 2024 11:22 Þrjú hundruð eru sagðir alvarlega særðir eftir sprengingar gærdagsins. AP Forsvarsmenn taívanska fyrirtækisins Gold Apollo, eins stærsta framleiðanda símboða heims, segjast ekki hafa framleitt tækin sem sprungu í Líbanon og Sýrlandi í gær. Þess í stað hafi tækin verið framleidd af ungversku fyrirtæki sem kallast BAC Consulting Kft. eftir að samningur var gerður milli fyrirtækjanna. Myndir af sprungnum símboðum sína merkingar sem benda til þess að símboðarnir hafi verið af gerðinni AR-924, sem upprunalega voru framleiddir af Gold Apollo. Hsu Ching-kuang, stofnandi Gold Apollo, sagði blaðamönnum í morgun að BAC hefði framleitt þessi tæki í tæp tvö ár og að hann hefði ekki hugmynd um hvernig sprengjum hefði verið komið fyrir í símboðunum. „Ég er bara að sinna fyrirtæki mínu. Af hverju er ég tengdur við einhverja hryðjuverkaárás,“ sagði Hsu, samkvæmt frétt Washington Post. Hsu Ching-kuang, stofnandi Apollo-Gold.AP/Johnson Lai New York Times hefur eftir Hsu að BAC hafi gott orðspor á símboðamarkaðnum. Vísaði hann þó til „undarlegs“ atviks þegar banki í Tavían stöðvaði millifærslu frá BAC vegna gruns um að millifærslan kæmi frá ríki í Mið-Austurlöndum. Viðskiptaráðuneyti Taívans segir gögn ekki sýna beinar sendingar símboða til Líbanon. Þess í stað hafi slík tæki að mestu verið send til Evrópu og Norður-Ameríku. Fyrirspurnum og símtölum til BAC hefur ekki verið svarað. Vefsíðu fyrirtækisins hefur þar að auki verið lokað. Þó nokkur fyrirtæki eru skráð með höfuðstöðvar í sama húsnæði og BAC Consulting KFT. Líklega er um skúffufélag að ræða.AP/Denes Erdos Blaðamenn AP fréttaveitunnar skoðuðu heimilisfangið í Búdapest, þar sem BAC er sagt vera til húsa. Þar kom kona til dyra sem neitaði að kynna sig. Hún sagði að húsnæðið væri skráð sem höfuðstöðvar nokkurra fyrirtækja. Cristiana Rosaria Bársony-Arcidiacono er skráður eigandi fyrirtækisins en fjölmiðlum ytra hefur ekki tekist að ná sambandi við hana. AP segir BAC líklega einhverskonar skúffufyrirtæki. Tala látinna komin í tólf Umræddur símboði getur einungis tekið við skilaboðum og sendir ekki neitt frá sér. Þá er rafhlaða hans á stærð við AA batterí og er ómögulegt að það geti sprungið svo fólk láti lífið, samkvæmt fyrirtækinu. Heilbrigðisráðherra Líbanon sagði í morgun að tala látinna væri komin í tólf og þar af væru tvö börn. Um 2.800 manns eru sagðir hafa særst og þar af eru um þrjú hundruð í alvarlegu ástandi, samkvæmt ráðherranum. Klukkan 15:30 að staðartíma í Líbanon fengu allir símboðarnir skilaboð, sem virtust fyrst um sinn koma frá leiðtogum Hezbollah. Skilaboðin eru sögð hafa virkjað sprengjur sem búið var að koma fyrir í fjölmörgum símboðum og sprungu þeir samstundis í Líbanon og í Sýrlandi, þar sem Hezbollah-hryðjuverkasamtökin eru umsvifamikil. Leiðtogar Hezbollah-hryðjuverkasamtakanna hafa viðurkennt að símboðarnir voru þeirra. Þeir saka Ísraela um árásina og hafa heitið hefndum. New York Times hafði eftir heimildarmönnum í gær að sprengjum hefði verið komið fyrir í símana á einhverjum tímapunkti áður en þeir voru seldir til Hezbollah. Líbanon Taívan Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Sýrland Tengdar fréttir Tæplega þrjú þúsund slasaðir eftir að símboðar sprungu Rúmlega 2.800 manns eru sagðir hafa særst og átta látið lífið, þegar fjölmargir símboðar sprungu samtímis í Líbanon og Sýrlandi. Margir hinna særðu eru meðlimir hinna líbönsku Hezbollah-samtaka en samtökin eiga að hafa verið að nota símaboðana. Símboðarnir eru sagðir hafa gefið frá sér hljóð og sprungið skömmu síðar. 17. september 2024 14:38 Herforingi kallar eftir innrás í Líbanon Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, segir tímann á þrotum þegar kemur að því að koma í veg fyrir átök milli Ísrael og Hezbollah í sunnanverðu Líbanon. Ori Gordin, yfirmaður herafla Ísrael í norðri, hefur kallað eftir því að fá grænt ljós á innrás í Líbanon. 16. september 2024 16:06 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Myndir af sprungnum símboðum sína merkingar sem benda til þess að símboðarnir hafi verið af gerðinni AR-924, sem upprunalega voru framleiddir af Gold Apollo. Hsu Ching-kuang, stofnandi Gold Apollo, sagði blaðamönnum í morgun að BAC hefði framleitt þessi tæki í tæp tvö ár og að hann hefði ekki hugmynd um hvernig sprengjum hefði verið komið fyrir í símboðunum. „Ég er bara að sinna fyrirtæki mínu. Af hverju er ég tengdur við einhverja hryðjuverkaárás,“ sagði Hsu, samkvæmt frétt Washington Post. Hsu Ching-kuang, stofnandi Apollo-Gold.AP/Johnson Lai New York Times hefur eftir Hsu að BAC hafi gott orðspor á símboðamarkaðnum. Vísaði hann þó til „undarlegs“ atviks þegar banki í Tavían stöðvaði millifærslu frá BAC vegna gruns um að millifærslan kæmi frá ríki í Mið-Austurlöndum. Viðskiptaráðuneyti Taívans segir gögn ekki sýna beinar sendingar símboða til Líbanon. Þess í stað hafi slík tæki að mestu verið send til Evrópu og Norður-Ameríku. Fyrirspurnum og símtölum til BAC hefur ekki verið svarað. Vefsíðu fyrirtækisins hefur þar að auki verið lokað. Þó nokkur fyrirtæki eru skráð með höfuðstöðvar í sama húsnæði og BAC Consulting KFT. Líklega er um skúffufélag að ræða.AP/Denes Erdos Blaðamenn AP fréttaveitunnar skoðuðu heimilisfangið í Búdapest, þar sem BAC er sagt vera til húsa. Þar kom kona til dyra sem neitaði að kynna sig. Hún sagði að húsnæðið væri skráð sem höfuðstöðvar nokkurra fyrirtækja. Cristiana Rosaria Bársony-Arcidiacono er skráður eigandi fyrirtækisins en fjölmiðlum ytra hefur ekki tekist að ná sambandi við hana. AP segir BAC líklega einhverskonar skúffufyrirtæki. Tala látinna komin í tólf Umræddur símboði getur einungis tekið við skilaboðum og sendir ekki neitt frá sér. Þá er rafhlaða hans á stærð við AA batterí og er ómögulegt að það geti sprungið svo fólk láti lífið, samkvæmt fyrirtækinu. Heilbrigðisráðherra Líbanon sagði í morgun að tala látinna væri komin í tólf og þar af væru tvö börn. Um 2.800 manns eru sagðir hafa særst og þar af eru um þrjú hundruð í alvarlegu ástandi, samkvæmt ráðherranum. Klukkan 15:30 að staðartíma í Líbanon fengu allir símboðarnir skilaboð, sem virtust fyrst um sinn koma frá leiðtogum Hezbollah. Skilaboðin eru sögð hafa virkjað sprengjur sem búið var að koma fyrir í fjölmörgum símboðum og sprungu þeir samstundis í Líbanon og í Sýrlandi, þar sem Hezbollah-hryðjuverkasamtökin eru umsvifamikil. Leiðtogar Hezbollah-hryðjuverkasamtakanna hafa viðurkennt að símboðarnir voru þeirra. Þeir saka Ísraela um árásina og hafa heitið hefndum. New York Times hafði eftir heimildarmönnum í gær að sprengjum hefði verið komið fyrir í símana á einhverjum tímapunkti áður en þeir voru seldir til Hezbollah.
Líbanon Taívan Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Sýrland Tengdar fréttir Tæplega þrjú þúsund slasaðir eftir að símboðar sprungu Rúmlega 2.800 manns eru sagðir hafa særst og átta látið lífið, þegar fjölmargir símboðar sprungu samtímis í Líbanon og Sýrlandi. Margir hinna særðu eru meðlimir hinna líbönsku Hezbollah-samtaka en samtökin eiga að hafa verið að nota símaboðana. Símboðarnir eru sagðir hafa gefið frá sér hljóð og sprungið skömmu síðar. 17. september 2024 14:38 Herforingi kallar eftir innrás í Líbanon Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, segir tímann á þrotum þegar kemur að því að koma í veg fyrir átök milli Ísrael og Hezbollah í sunnanverðu Líbanon. Ori Gordin, yfirmaður herafla Ísrael í norðri, hefur kallað eftir því að fá grænt ljós á innrás í Líbanon. 16. september 2024 16:06 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Tæplega þrjú þúsund slasaðir eftir að símboðar sprungu Rúmlega 2.800 manns eru sagðir hafa særst og átta látið lífið, þegar fjölmargir símboðar sprungu samtímis í Líbanon og Sýrlandi. Margir hinna særðu eru meðlimir hinna líbönsku Hezbollah-samtaka en samtökin eiga að hafa verið að nota símaboðana. Símboðarnir eru sagðir hafa gefið frá sér hljóð og sprungið skömmu síðar. 17. september 2024 14:38
Herforingi kallar eftir innrás í Líbanon Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, segir tímann á þrotum þegar kemur að því að koma í veg fyrir átök milli Ísrael og Hezbollah í sunnanverðu Líbanon. Ori Gordin, yfirmaður herafla Ísrael í norðri, hefur kallað eftir því að fá grænt ljós á innrás í Líbanon. 16. september 2024 16:06