Erlent

Heimskasti strokufanginn

Óli Tynes skrifar
Fangaklefi snillingsins var ekki lengi auður.
Fangaklefi snillingsins var ekki lengi auður.

Norðmenn hafa valið heimskasta strokufanga ársins. Og það þótt það sé aðeins tæplega hálfnað. Norska útvarpið skýrði frá því að fanginn hefði strokið úr Indre Östfold fangelsinu fyrir rúmum þrem mánuðum, ásamt félaga sínum.

Þeir gátu laumast framhjá vörðunum og klifrað yfir girðinguna. Þeir voru FRJÁLSIR. Þá uppgötvaði gáfnaljósið okkar að hann hafði gleymt farsímanum sínum. Og náttúrlega klifraði hann aftur yfir girðinguna til þess að sækja hann. Félagi hans gengur hinsvegar ennþá laus.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×