Erlent

Tvöfalt morð í Svíþjóð

Óli Tynes skrifar
Hörby er friðsæll lítill bær á miðjum Skáni.
Hörby er friðsæll lítill bær á miðjum Skáni.

Sænska lögreglan leitar nú manns sem talið er að hafi myrt mann og konu í smábænum Hörby sem er rétt norðaustan við Malmö. Líkin voru mjög illa útleikin og skömmu áður en þau fundust sást blóðugur maður á hlaupum í grennd við bæinn.

Það var vegfarandi sem sá lík mannsins liggja utan við hús, og lét lögregluna vita. Þegar hún kom á vettvang fannst lík konunnar inni í húsinu. Lögreglan segir að fólkið hafi verið rúmlega fertugt. Talsmaður lögreglunnar vildi ekki upplýsa hvernig fólkið var myrt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×