Erlent

Eistar kenna Rússum um

Guðjón Helgason skrifar
Myndir frá átökum í Tallinn í Eistlandi í fyrrinótt.
Myndir frá átökum í Tallinn í Eistlandi í fyrrinótt. MYND/AP

Stjórnvöld í Eistlandi kenna Rússum um þær óeirðir sem urðu í landinu fyrir helgi. Tvær nætur í röð kom til átaka milli mótmælenda og lögreglu vegna minnismerkis um fallna hermenn í seinni heimsstyrjöldinni sem stjórnvöld létu fjarlægja úr miðborg Tallinn á föstudaginn.

Eistar segja það tákn um kúgun Sovétmanna en Eistar af rússneskum ættum segja það tákn um hetjur sem hafi barist gegn nasistum. Engar fregnir hafa borist af átökum í nótt.

Einn mótmælandi lét lífið í óeirðunum á fimmtudaginn en 150 hafa særst. Lögregla hefur handtekið 800 mótmælendur. Urmas Paet, utanríkisráðherra Eistlands, segir ráðamenn í Moskvu hafa látið ögrandi orð falla í deilunni um leið og þeir hafi skipt sér af innanríkismálum Eista.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×