Erlent

Blair styður Brown

Guðjón Helgason skrifar
Tony Blair, forsætisráðherra Breta.
Tony Blair, forsætisráðherra Breta. MYND/AP

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hefur ákveðið að styðja Gordon Brown, fjármálaráðherra, sem næsta leiðtoga Verkamannaflokksins og þar með í embætti forsætisráðherra fram að næstu kosningum. Þetta fullyrðir breska blaðið Sunday Times í morgun.

Blair tilkynnti í september í fyrra að hann ætlaði að víkja úr embætti innan árs. Breskir miðlar telja líklegt að Blair tilkynni um afsögn sína stuttu eftir sveitastjórnarkosningarnar í Bretlandi í næstu viku.

Talið er að Blair hafi ákveðið að styðja Brown eftir að David Milliband, umhverfisráðherra, tilkynnti að hann ætlaði ekki að sækjast eftir formannsembættinu.

Óvíst er hvort einhverjir þungaviktarmenn innan Verkamannaflokksins ætli að berjast við Brown um formannssætið. Tveir þingmenn hafa þó lýst yfir framboði, þeir Michael Meacher og John McDonnell, en ólíklegt er talið að þeir fari með sigur af hólmi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×