Erlent

Samþykkt að senda bandarískt herlið frá Írak

Talið er fullvíst að Bush muni beita neitunarvaldi.
Talið er fullvíst að Bush muni beita neitunarvaldi. MYND/AP

Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt að draga bandarískt herlið frá Írak á næstu ellefu mánuðum. Ákvörðunin er sem blaut tuska í andlit Bush Bandaríkjaforseta sem hefur ítrekað varað við því að hann muni ekki samþykkja slíkt frumvarp. Öldungadeildin staðfesti þannig ákvörðun fulltrúadeildar þingsins um að fjarlægja hefliðið á næstu 11 mánuðum.

Talið er víst að Bush beiti neitunarvaldinu strax í næstu viku þegar honum verður sent frumvarpið til samþykkis.

Öldungadeildin samþykkti með 51 atkvæði gegn 46 að veita 64 milljörðun íslenskra króna til að halda stríðunum í Írak og Afghanistan áfram á þessu ári. Demókratar sögðu að dagsetningingar muni þrýsta á leiðtoga í Írak til að samþykkja nauðsynlegar pólitískar málamiðlanir til að ná tökum á ofbeldi ofsatrúarmanna í landinu.

Beiti Bush neitunarvaldi verður það í fyrsta sinn í frá því stjórnartíð Demókrata hófst í janúar.

Robert Byrd öldungardeildaþingmaður Demókrata frá vestur Virginíu kallaði eftir nýrri stefnu í Írak. Hann sagði að herlið Bandaríkjamanna hefðu hagt hugrekki og styrk til að vinna stríðið, en forsetinn hefði ekki haft visku til að ná friði.

Ólíklegt þykir að demókrötum takist að ganga gegn fyrirhugaðri neitun Bush á frumvarpinu, til þess þurfa tveir þriðju hlutar þingmanna að samþykkja það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×