Erlent

Í koju kerling -barnapían er komin

Óli Tynes skrifar
Það vantar fleiri börn í Telemark.
Það vantar fleiri börn í Telemark.

Í sveitarfélaginu Bamble í Telemark í Noregi, geta barnafjölskyldur nú fengið barnapössun yfir nóttina, til þess að foreldrarnir geti búið til fleiri börn. Bamble er lítið sveitarfélag og íbúum hefur farið fækkandi þar. Það var Öysten Polland, forstjóri barnaheimilis sveitarfélagsins sem fann þessa lausn á vandanum.

Öysten segir að margir foreldrar eigi erfitt með að finna barnapíur og þar geti barnaheimilið komið til hjálpar. Það hefur verið sett upp vöggustofa þar sem börn geti verið yfir nóttina, gegn vægu gjaldi.

Foreldrar geta því notið fríkvölda áhyggjulaust. Öysten segir að þetta hafi mælst vel fyrir og fjöldi umsókna borist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×