Erlent

Frakkar ganga að kjörborðinu

Nicolas Sarkozy greiddi atkvæði í Neuilly sur Seine, rétt utan Parísar.
Nicolas Sarkozy greiddi atkvæði í Neuilly sur Seine, rétt utan Parísar. MYND/AP

Kjörfundur er hafinn í Frakklandi vegna frönsku forsetakosninganna en kjörstaðir voru opnaðir klukkan átta í morgun. Íbúar franskra yfirráðasvæða erlendis greiddu hins vegar atkvæði í gær. Mikil spenna ríkir fyrir þessa fyrri umferð kosninganna en síðustu skoðanakannanir bentu til að þau Nicolas Sarkozy, frambjóðandi íhaldsmanna, og Segolene Royal, frambjóðandi sósíalista, fengju hér um bil jafn mikið fylgi og kæmust í aðra umferð. Nú fyrir helgi var hátt í þriðjungur hinna 44,5 milljóna kjósenda enn óákveðinn og því er talið að miðjumaðurinn Francois Bayrou og jafnvel þjóðernissinninn Jean Marie Le Pen gætu skotist upp á milli þeirra. Kjörstöðum verður lokað klukkan sex að íslenskum tíma og er búist við að fyrstu tölur verði kynntar örskömmu síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×