Erlent

Skýrslu skilað um sölu á aðalstignum

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands.
Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands.

Breska lögreglan hefur sent skýrslu sína um hugsanlega sölu á aðalstignum til ríkissaksóknarans. Málið hefur varpað skugga á ríkisstjórn Tonys Blair, síðustu mánuði hans í embætti. Saksóknari mun nú ákveða hvort gefin verður út ákæra og hvort forsætisráðherrann verður meðal hinna ákærðu.

Málið snýst um það hvort auðmönnum var lofað aðalstignum í staðinn fyrir að styðja Verkamannaflokkinn fjárhagslega og með lánveitingum. Margir æðstu menn þjóðarinnar hafa verið yfirheyrðir hjá lögreglunni, meðal annars Tony Blair. Hann var kallaður fyrir tvisvar, en tekið fram að hann hefði réttarstöðu vitnis, en ekki sakbornings.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×