Erlent

Rússar fá nýjan kjarnorkukafbát

Líkan af hinum nýja kjarnorkukafbáti Rússa.
Líkan af hinum nýja kjarnorkukafbáti Rússa.

Rússar hafa sjósett sinn fyrsta nýja kafbát frá falli Sovétríkjanna. Hann er sagður margfallt öflugri en þeir kafbátar sem fyrir eru í rússneska flotanum. Báturinn ber hið kuldalega nafn Borei, sem þýðir heimskautavindur. Hann verður búinn langdrægum kjarnorkueldflaugum sem er hægt að skjóta hvort sem er ofan sjávar eða neðan.

Smíði fyrsta Borei kafbátsins hófst árið 1996 og búist er við að hann verði tekinn í flotann á næsta ári. Þetta kanna að virðast langur meðgöngutími, en þarna er um að ræða nýja tegund af kafbáti sem er hönnuð frá grunni. Borei er rúmlega 17.000 tonn og er sagður bæði hljóðlátur og hraðskreiður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×