Erlent

Þrettán sinnum hættulegra að fljúga til Rússlands

Rússland er sá staður á jörðinni sem er hve hættulegast að fljúga til. Þetta kemur fram í nýrri samantekt Alþjóðlega flugeftirlitsins fyrir árið 2006. Rússland og önnur lönd innan fyrrverandi lýðveldis Sovétríkjanna voru með þrettán sinnum fleiri flugslys en meðaltal var í heiminum í heild.

Árið 2006 var þrátt fyrir það öruggasta flugár frá því að mælingar hófust. Umbætur á flugi innan Afríku er ein af ástæðunum þess. En slysum þar fækkaði úr 111 niður í 77 frá árinu áður.

Innan landa fyrrverandi lýðveldis Sovétríkjanna er flugslysatíðni 8,6 slys á hver milljón slys, en það er tvisvar sinnum hærri slysatíðni en innan Afríkuríkjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×