Erlent

SAS fær skammir fyrir öryggismál

Airbus 340 vél SAS flugfélagsins. Reglum um viðhald var ekki fylgt.
Airbus 340 vél SAS flugfélagsins. Reglum um viðhald var ekki fylgt.

Sænsk flugmálayfirvöld hafa gagnrýnt SAS flugfélagið harðlega fyrir ónógt öryggiseftirlit. Flugmálayfirvöld nefna dæmi. Í einu tilfelli var vél flogið í níu daga með bilun sem gerði flugið ólöglegt. Í öðru tilfelli var viðhaldi á mótorum flugvélar ábótavant.

Sænska blaðið Dagens Nyheter segir að SAS hafi heldur ekki fylgt þeim reglum sem gilda um viðhald á langdrægum þotum sínum af gerðinni Airbus 330 og Airbus 340. Þessar vélar eru einkum notaðar til flugs til Bandaríkjanna og Asíu.

Rekstrarstjóri SAS, Lars Mydland, viðurkennir að þetta sé óviðunandi. Hann segir að þegar hafi verið settar nýjar vinnureglur til þess að ekki verði framhald á slíku slugsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×